Réttur


Réttur - 01.04.1981, Page 25

Réttur - 01.04.1981, Page 25
í álfunni hefur magnast við þá staðreynd að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur mótað framkvæmdaáætlun sem tekur mið af kjarn- orkustríðum sem bundin væru við ákveðna heimshluta utan Bandaríkjanna sjálfra. í þeim áætlunum er Evrópa aðalfórnarsvæð- ið. Forsetaúrskurður nr. 59 boðar þau stefnuskil að nú er beinlínis gert ráð fyrir svæðisbundnum kjarnorkustriðum í öðrum heimsálfum til að hlífa ,,Guðs-eigin-landi” við gereyðingarhættunni. Svo langt eru hinir nýju bandarísku ráðamenn komnir í mótun ,,Ég bjargast-Þú ferst” stefnunnar að nýlega neituðu helstu stuðningsmenn Reagans í Öldungadeildinni að samþykkja staðsetn- ingu MX eldflaugakerfisins í heimaríkjum sínum: ,,Bægið hættunni frá okkur! íbúar Utah og Nevada segja nei! Flytjið eldflaugarnar yfir í kafbátana og látið þá sigla víðsfjarri ströndum Ameríku! Færið helvopnin i fjar- læg höf!” Slíkar eru kröfurnar sem áhrifarikustu talsmenn Reaganstjórnarinnar setja nú fram á þingi Bandaríkjanna. Sams konar boð- skapur hefur einnig borist frá höfuðstöðvum Nato í Brussel. Kjarnorkuhervæðingin færð í kafbátana. Stýrieldflaugunum skotið úr undirdjúpun- um. Þessi stefna er váleg tíðindi fyrir ís- lenska friðarhreyfingu, andstæðinga erlendra herstöðva á landi hér. ísland er hlekkur í kjarnorku- vopnakerfinu Á síðustu 10—20 árum hafa Bandaríkin smátt og smátt breytt herstöðvum sínum á íslandi í lykilstöðvar í kafbátahernaðinum en það er sá hernaður sem virðist eiga að hafa forgang í nýrri lotu kjarnorkuvígbún- aðar: — Sosus kerfið frá Stokksnesi og Grinda- 89

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.