Réttur - 01.04.1981, Page 35
Evrópa fangelsi, er nasistar réðu, var hugsjónin!
uðu svo nasistarnir að ná tökunum á Araba-
löndunum og íran og allri olíu þeirra.
Norðurlöndin áttu heldur ekki að sleppa.
1943 átti tvisvar um sumarið að ráðast inn í
Svíþjóð. Hitler mælti svo fyrir:,,Norðmerw,
Svía, Dani og Hollendinga sendum við á
austursvœðin”.
Traustið á alþýðu Sovétríkjanna
eflir mótspyrnuhreyfingar
En það kvað ekki alstaðar við sama tón og
í forustu nasista og hjá afturhaldssömustu
auðvaldsseggjum.
Út um alla Evrópu, fyrst og fremst í Júgó-
slavíu en síðar víðar og víðar, óx mótspyrna
gegn herjum nasista. Skæruhernaður og
hverskonar skemmdarverk á herstöðvum og
samgöngulínum þýska hersins blossuðu upp
í hverju landinu á fætur öðru. Ótrúleg hetju-
verk voru unnin af þeim nafnlausa her her-
námsandstæðinga, sem varð æ sterkari er
sýnt var að rauði herinn tók að stöðva nas-
istasóknina og snúa örlagataflinu við.
Við fangarnir þrír úr ritstjórn Þjóðviljans
vorum um þær mundir, er árás nasista á
Sovétríkin hófst, í Brixton-fangelsi í
London. Við skrifuðum strax til Maisky,
ambassadors Sovétríkjanna í Bretlandi, til
þess að láta í ljósi óskir okkar um sigur Sovét-
ríkjanna á nasismanum og traust okkar á
mætti þeirra til að vinna það stórvirki.
Okkur barst bréf frá Maisky í fangelsið,
þar sem hann þakkaði fyrir það traust og
góðar óskir í garð Sovétþjóðanna á þessari
hættustund.
Milljónir andfasista munu hafa hugsað á
sama hátt og við — og látið vonir sínar í ljósi
með æ harðari baráttu — oftast með lífið að
veði.
Sovétríkin ráða niðurlögum
nasismans
Það fór á annan veg í stórfelldustu styrj-
aldarátökum sögunnaren afturhald heimsins
hugði.
Allir heimsveldisdraumar þýska auðvalds-
ins og nasistaleiðtoga þess hrundu sakir mót-
spyrnu og hetjuskapar sovésku alþýðunnar.
Brjálæðiskennd stórmennska nasistisku leið-
toganna hjaðnaði frammi fyrir þrautseigju
vígreifs verkalýðs og annars vinnandi fólks,
er barðist fyrir lífi sínu um ættjörð sína.
Leningrad — Moskva — Stalingrad stóð-
ust allar vígvélar þýsku miljónaherjanna.
Sovétríkin sigruðu, lögðu nasismann að
velli, björguðu Evrópu frá yfirdrottnun ægi-
legasta valdaskrímslis veraldarsögunnar.
99