Réttur


Réttur - 01.04.1981, Side 45

Réttur - 01.04.1981, Side 45
Ef auðmennirnir ráða örliilvnlækninni verrta vélmennin skrímsli, sem ræna verkamenn vinnunni. — Ef cf verka- lýðurinn rærtur ríkinu uj; lækninni, þá verða vélmennin þjúnar hans, sem létta af honum þrælkuninni «;> stórbæla öll lífskjör lians. (Myndin tekin úr hlaðinu „Horizont”) Það er tilgangurinn með boðaðri „leiftur- sókn” afturhaldsins, að koma aftur á at- vinnuleysi — og í skjóli þess launalækkun á íslandi, samkvæmt kenningum Friedmanns & Co, sem nú þjóna verstu harðstjórum, til að láta svipu atvinnuleysis og skorts dynja á alþýðu manna. Hér á landi myndi það atvinnuleysi er þetta afturhald dreymir um með leiftursókn sinni, ekki aðeins valda launalækkun hjá verkafólki og starfsfólki öllu, heldur og gíf- urlegum eignamissi, því sökum atvinnuleysis og launalækkunar myndi fjöldi verkalýðs missa þær íbúðir sínar, sem vinnandi stétt- irnar hafa stritað óhemjulega til að eignast, — og braskarar afturhaldsins kaupa þær á lágu verði, en leigja síðan út með okri. Það er greinilegt hverskonar ránsaðferð leiftursóknin er, sem blekkingarmeistararnir svo dirfast að kenna við „frelsi” — enn meira frelsi burgeisa til að ræna alþýðu, — „frelsi” alþýðu til sultar, atvinnulaus. Það veitir ekki af að verkalýður íslands sé á verði gagnvart ræningjunum. E.O. 109

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.