Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 4

Réttur - 01.01.1983, Side 4
ers: útrýmingu kommúnismans að stefnu sinni, af því slíkt markmið samsvarar hagsmununum „hernaðar- og stóriðju- samsteypu“ ríkustu auðkýfinga Bandaríkj- anna. Maðurinn kann að vera frekur, heimskur og fáfróður, en það skyldi eng- um detta í hug að hann væri brjálaður. Hann er aðeins að framfylgja stefnu voldugasta auðvalds heimsins, hlýðir sín- um yfirboðurum, — en hann hefur þá aðstöðu framyfir Hitler að hafa vopn, sem gætu tortímt, máske miklu af þeim 3-4000 milljónum manna, sem nú lifa á jörðinni; máske útrýmt mannkyninu að eilífu. Það er mikið, sem við liggur eins og nú er komið, ef rangt er breytt. Refsing vanþekkingarinnar er dauðinn. „Stóriðju- og hernaðar-klíkan“ bandar- íska ætlar í krafti valds síns og ofsagróða að skapa sér „ameríska öld“ þar sem hún sem útvalin þjóð „Guðs eigin lands“ skyldi drottna yfir þrælaþjóðum jarðar- búa. — Hættan er að þessi klíka í blindni sinni geri jörðina að hel-víti fyrir sjálfa sig og aðra, kveljist sjálf að lokum til bana eins og hinir, sem hún fórnaði í vitskertri gróða- og valdagræðgi sinni. Látum oss þá athuga þetta nánar. II. Krossferðir gegn kommúnismanum. Kommúnisminn, þ.e. draumsjónin um stéttlaust sameignarþjóðfélag, hefur ver- ið til á jörðinni, allt frá því hið gamia frumstæða sameignarsamfélag fámennra fátækra ættsveita leið undir lok. Hvort sem draumurinn um sköpun slíks alls- herjar bræðralags og sameignar allra manna og þjóða hefur birst í trúargerfi Búddha, Jesúsar frá Nasaret eða annarra trúarleiðtoga, — eða í hugmyndum heim- spekinga allt frá Plato til Thomas More, Saint-Simons og annarra „utopista“ — eða í pólitískri kenningu svo sem þeirra Marx og Engels. — þá hefur þessi hug- mynd hugsjónamanna og von allra fá- tækra og kúgaðra Iifað — og mun lifa meðan mannkyn er til á jörðunni, sem lætur skort, fátækt og kúgun viðgangast, þegar skilyrðin eru sköpuð fyrir frelsi og velferð alls þess vinnandi fólks, er jörðina byggir. En hið drottnandi auðvald heims hefur aldrei þolað þennan boðskap, ætíð hatað þessa stefnu, — álitið hana vera „djöf- ulsins“ verk og ofsótt fylgjendur hennar sem útsendara hans úr því neðra. Eftir að rússneska byltingin var gerð, hefur ríki hennar hinsvegar erft hlutverk gamla kölska að áliti þessara krossfara auðsins. Þar sem Thomas Múnzer og aðrir kristn- ir kommúnistar miðalda og síðar voru pyntaðir og limlestir til bana í „guðs og valdsins“ nafni, þá má fátæk alþýða út um heim nú aldrei ná þeim tökum í landi sínu að hún taki að bæta líðan sína, án þess að auðvald heimsins hrópi upp að hér sé hönd Moskvu að verki: Kínverska bylt- ingin 1949 var „sovéskt samsæri“ að áliti Kanans, þó Stalín hafi ráðlagt Mao frá öllu slíku og reynt að telja hann inn á mynda stjórn með Sjang-Kai-Shek. Bylt- ingin á Kúbu var náttúrulega sama í augum ofstækismannanna í Washington, sem tafarlaust hrintu Castro í samfélag við Moskvu. — Og þannig mætti lengi telja: Var ekki t.d. stækkun íslenskrar fiskveiðilandhelgi í 12 mílur illvirki gegn Nato unnið að boði Rússa? — Það er heimskan og ofstækið, sem þekkir engin takmörk hjá auðvaldinu og erindrekum þess. 4

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.