Réttur


Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 8

Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 8
bara byrja stríðið og láta Vestur-Evrópu þá verða fyrir fyrsta andsvarinu en ekki Bandaríkin. — Eftir er að sjá hvort alþýða V-Pýskalands, Frakklands og Eng- lands lætur leiða sig til gereyðingar fyrir ameríska auðvaldið, bara til þess það eigi hægra með að myrða tugi milljóna af íbúum Sovétríkjanna og eyðileggja varn- arvirki þeirra. Noregur, ísland, Grænland. Banda- ríkin auka vígbúnaðinn í öllum þessum löndum. Pað er þjarmað að Noregi, en Norðmenn hafa samt ekki enn gefist upp. — Hinir þægu þjónar á íslandi eru þeir einu sem tekið hafa við Awacs-vélunum. Hjá Nato-liðinu á íslandi fer þekkingar- leysið, undirlægjuhátturinn og ofstækið svo vel saman, að hér getur bandaríska herstjórnin fengið allt sitt fram um leið og þeir eru búnir að láta þjóna sína sparka Alþýðubandalaginu úr ríkisstjórn. Pað virðist ekki hvarfla að Nato-þrælunum hvernig Bandaríkin hafa svikið allt sem kynslóð þeirra Ólafs Thors og Hermanns knúði það stórveldi þó til að lofa, er því var réttur litli fingurinn. — Um örlög íslensku þjóðarinnar virðast þessir legátar skeyta jafnlítið og bandaríska morð-maf- ían. Nú eru það fyrirætlanir bandarísku herstjórnarinnar að tvöfalda tölu Awacs- flugvélanna hér á Keflavíkurvelli og stór- auka almenna flugflotann sinn þar. Jafn- framt vita allir hvert ofurkapp þessi her- mafía leggur á að fá Helguvík undir sín yfirráð til þess að geta margfaldað ben- sínflutninginn til Vallarins og ráðið sjálfir olíuhöfn og leiðslum úr henni. Bandaríska hervaldið hefur þegar kom- ið fyrir hlustunarkerfum hér á íslandi og starfrækt um langan tíma í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta. Nú hefur og verið gerður leynilegur samn- ingur við Dani (1959) um að fá að setja upp hlustunarkerfi (Loran C) í Ejde á Færeyjum. Ennfremur hefur slíkt kerfi verið sett upp í Angissoq í Grænlandi 1963. Pað vantar ekki kröfurnar frá banda- rísku yfirgangsseggjunum um að fá að setja upp enn fleiri hernaðartæki hér heima. Alþýðubandalagið hefur getað þvælst fyrir þessum morðvörgum, sem vilja fá ísland sér til ráðstöfunar hvar sem vera skal og gera alla þjóð vora að fórnar- lömbum í því heimsstríði, sem þeir nú undirbúa að hefja einhverntíma á tíma- bilinu 1984-90. Bandaríkjaher hefur svo tvær flug- stöðvar nyrst í Grænlandi. „Thule“-stöð- ina kannast íslendingar við. Með lang- drægum kjarnorkueldflaugum má skjóta þaðan yfir heimskautið á Síberíu, sem Pentagonherrunum mun þykja líklegt að sé minnst varði hluti Sovétríkjanna. Enn þar að auki eru svo settar upp stöðvar, sem bæði geta flutt upplýsingar og fyrirskipanir á örskömmum tíma til annara stöðva, er mynda keðju kringum hnöttinn. Á korti af Grænlandi sést lítill hluti þessarar keðju (Dye) og samband hennar um Keflavík. Og til að loka fyrirhuguðum eldhring um Sovétríkin hafa svo Bandaríkin samið við Japan um að setja upp í Misaura í Hansku-eyju, 700 km norðan Tokio, gíf- urlega flugstöð 1985 með kjarnorkuflug- vélum (F16), er fljúga 900 km. Parna verða til að byrja með 3500 hermenn. Pá er hringurinn lokaður, árásin á Sovétríkin undirbúin úr öllum áttum. Alls hefur Pentagon 1500 herstöðvar í 32 löndum. Yfir hálf milljón hermanna er 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.