Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 17

Réttur - 01.01.1983, Page 17
N. Lenin: Karl Marx Lenin skrifaði þessa grein um Marx sumarið 1914 fyrir alfræðibók (lexikon) sem þeir bræðurnir Granat gáfu út. Hann byrjaði að skrifa hana í Poronin (í Galisinu vorið 1914 og lauk við hana í nóvember 1914 í Bern í Sviss. Undirskrift greinarinnar var W. Iljin, vafalaust vegna hættunnar á ritskoðun og frekari eftirgrennslan eftir höfundi. Marx er fæddur 5. maí 1818 í Trier í Rínarlöndum, er tilheyröu Prússum. Fað- ir hans var málafærslumaður og gyðingur, en snerist til mótmælendatrúar 1824. Fjöl- skyldan var vel efnum búin og menntuð, en ekki byltingasinnuð. Eftir að Marx hafði lokið við menntaskólann í Trier tók hann að stunda háskólanám fyrst í Bonn, síðan í Berlín. Hann lagði stund á lög- fræði, en mest á sögu og heimspeki. Hann lauk náminu 1841 og lagði þá fram dokt- orsritgerð um heimspeki Epikurusar. Marx var þá enn í öllum sínum skoðunum Hegelsinni og hugsæismaður. í Berlín gekk hann í flokk „róttækra Hegelsinna“ (Bruno Bauer o.fl.), er reyndu að draga ýmsar guðlausar og byltingasinnaðar ályktanir út úr heimspeki Hegels. Er Marx hafði lokið háskólanámi sínu, flutti hann til Bonn til að fá þar stöðu við háskólann. En stjórnin var afturhalds- söm. Setti hún Ludwig Feuerbach frá embætti 1832 og neitaði honum aftur 1836 um inngöngu í háskólann. 1841 neitaði Húsið þar sem Marx fæddist í Trier 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.