Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 30

Réttur - 01.01.1983, Síða 30
Afleiðingar af eyðingu frumskóganna Það ægilega tjón, sem Fosberg telur að verið sé að vinna, á sér ýmsar fleiri hliðar en að lífríki hverfi. Ein er sú að á þessu svæði búa margar fátækustu þjóðir ver- aldar. Pó að þær hafi ekki haft bolmagn til að nýta þessi gæði lands síns á skyn- samlegan hátt (og ég undirstrika orðið skynsamlegan), þá er þetta þó þeirra land, sem aðrir hafa engan rétt til að leggja í eyði, síst án nokkurra bóta. Við höfum meira að segja orðið vitni að því í sjónvarpsfréttum nýlega, hvernig Indí- ánar frumskóganna í Suður-Ameríku eru stundum fluttir nauðugir frá löndum sín- um til að rýma fyrir stórfyrirtækjum. Gagnvart þessum þjóðum er þetta fram- ferði meiri glæpur en nokkrum öðrum. Dr. Koon-Lin Tan, glæsileg kona frá Malasíu, sem var á ráðstefnunni í Reykja- vík 1977, var beisk í garð ríku þjóðanna, sem eins og venjulega áttu flesta full- trúana á fundinum. Þau orð eru mér minnisstæð, og voru mátulegt högg í andlit okkar Vesturlandabúa, meira að segja íslendinga: „Þið þykist vera göfugir, talið um matargjafir okkur til handa eða þá það sem skárra er að færa okkur tæknifram- farir. En hvort tveggja er þó lítils vert hjá því að hjálpa okkur til að vernda lífkerfið í löndum okkar. Það látið þið undir höfuð leggjast. í staðinn brytjið þið niður skóg- ana okkar m.a. til að ná í harðvið í þiljur á ráðstefnusali, eins og þann sem við sitjum nú í hér á Loftleiðahóteii.“ En ef til vill er þó önnur hlið geig- vænlegri á þessari ófyrirleitnu útrýmingu hitabeltisskóganna. Þar er um að ræða sjálfa tilvist og framtíð lífsins á jörðinni. Á síðari árum hafa veðurfræðingar beint aukinni athygli að því hvernig lífríki jarðar hafi haft áhrif á andrúmsloftið. Skilningur á þessu efni hefur stóraukist vegna uppgötvana um lofthvolf annarra jarðstjarna, einkum Venusar og Mars. Á báðum þeim plánetum er koltvísýringur (C02) mikill hluti loftsins, en súrefni hverfandi lítið. Hvað veldur því að hér á jörð er þessu þveröfugt farið, mikið súr- efni, en lítil kolsýra í lofti (þótt hún sé að vísu talsverð í sjónum og bergtegund- um)? Er það kannski lífríki plantnanna sem hefur fengið áorkað þessari miklu breytingu? í nýlegri bók um lofthvolf jarðstjarn- anna (Athmospheres) eftir Richard M. Goody og James C.G. Walker, halda þeir fram þeirri kenningu að áður en líf byrjaði á jörðinni, hafi verið sáralítið súrefni í lofti hennar, líkt og á næstu plánetum, Mars og Venusi. Fyrir 2-3000 milljónum ára fóru svo frumstæðar plöntur að þróast og nema til sín kolsýru, skilja hana sundur í kolefni sem þær notuðu sér til vaxtar, og súrefni sem þær gáfu frá sér út í andrúmsloftið. Það fór þannig smám sam- an að aukast, og fyrir að minnsta kosti 600 milljónum ára hefur þannig verið búið að mynda mikinn sjóð af súrefni, sem kolsýrunám plantnanna hefur síðan hald- ið við og jafnvel aukið. En allir vita, að án þess lífslofts, sem súrefnið er, deyjum við á fáum andartökum. Víst eru þetta hugleiðingar, sem er erfitt að sanna enn sem komið er. En hvað sem því líður er það alvarlegt, ef stór- kostlegt skarð verður höggvið í það lífríki plantnanna á jörðinni, sem daglangt og árlangt vinnur að því að viðhalda súr- efnisbirgðum andrúmsloftsins. Og hitt er raunar líklegast að við getum ekki séð 30

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.