Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 32

Réttur - 01.01.1983, Page 32
Gömul mynd frá Sumötru: Verið að ryðja frumskóginn til að rýma fyrir tóbaksræktun. velferð í lífkerfinu, heldur hefur hið fjölþjóðlega framferði sem er innbyggt í skipulag þjóðanna hrint okkur út í það ástand að lífkerfið fullnægir ekki þörfum okkar. Að þessu leyti hefur þjóðfélögum okkar mistekist, og þau sýnast ekki full- nægjandi umgerð um hugsanir og at- hafnir.“ Hér er verið að segja hæversklega þann einfalda sannleika, að þörf sé á gerbreyttu pólitísku viðhorfi, þar sem gróðahyggjan er látin setja niður en líf í sátt við jörðina og í sátt milli þjóða er sett í fyrirrúm. Þó að hin svonefnda frjálshyggja sem hægri öflin tala svo fallega um sé ekki nefnd, er ekki vafi á, að það er hún, sem þarf að beina geiri sínum að, en setja í stað þess manneskjuleg sjónarmið í öndvegi, sjón- armið sósíalismans — félagshyggjunnar. Páll Bergþórsson 32

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.