Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 36
þegar það varð uppvíst um aldamótin 1900 að „skattheimta“ hans af íbúunum var svo harðvítug að hægri hönd var höggvinn af hverjum þeim, sem eigi gat goldið konungsskatt, og höndunum safn- að í körfur, svo skattheimtumenn gætu sýnt hve samviskusamlega þeir hefðu innrætt íbúunum ágæti evrópskrar menn- ingar, — þá þótti jafnvel ýmsum í Evrópu aðfarirnar ganga úr hófi fram og það var ráðstefna haldin. — Ráðstefnur tíðkuðust þá meðal þessara háu herra, t.d. í Berlín 1878. m.a. til að skipta milli stórveldanna áhrifasvæðum hins „sjúka manns“, Tyrkja- veldis, er þá hafði hnignað mjög. En það hæfir ei hér að ætla að rekja alla þessa óhugnanlegu sögu yfirgangs evrópskra drottna. En svo skefjalaus var hræsnin, er þessir auðsins drottnar og Mammons þjónar voru að skipta upp á milli sín veröldinni til þess að ræna fátækar þjóðir, rupla og drepa, að þeir þóttust vera að flytja þeim evrópska menningu, boða þeim kristin- dóm og bróðurkærleika, er þeir níddust á nýlendubúum, sveltu þá og kúguðu. íslenski bóndinn, Guðmundur Friðjóns- son á Sandi, lýsti foringja og brautryðj- anda evrópsku ræningjanna rétt, er hann kvað um Enskinn: „níðinginn, sem Búa bítur, Búddha lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu lítur." Pessa veröld er var og valdhafa hennar, auðmannastéttina, hafði Marx gegnum- lýst af vísindalegri snilld sinni. Og þeir Engels og Marx höfðu ekki hvað síst dregið upp þá ógnarmynd af þeim breska verkalýð, er þessar blóðsugur lifðu á, að hugsandi mönnum hryllti við, er konur og börn voru látin þræla 12, 14, 16 tíma á dag í vefnaðarverksmiðjum, en vefarar dæmdir til atvinnuleysis, er lifað höfðu góðu lífi á 17. öld af 8 tíma vinnudegi við vefstól sinn.2 Marx og Engels höfðu sáð þeim fræjum uppreisnarinnar í sálir jafnt verkalýðs sem nýlenduþræla, er áttu eftir að vaxa og gerbylta þeirri veröld er var, þótt fyrstu uppreisnirnar væru enn kæfðar í blóði á þeirra tímum svo sem Parísar- kommúnan 1871.3 Riti sínu um hana lauk Marx með þessum orðum: „París verkamannanna og kommún- unnar mun um ókomna tíð verða hyllt sem hið glæsta fyrirheit um nýtt þjóðfé- lag. Píslarvottum hennar hefur verið bú- inn staður í hinu stóra hjarta verkamanna- stéttarinnar. Sagan hefur nú þegar neglt tortímendur hennar við þá níðstöng, sem allar bænir klerka þeirra fá ekki losað þá af.“ Samruni hugsjónar sósíalismans og frels- isbaráttu verkalýðsins og allra vinnandi og kúgaðra stétta og þjóða heims átti eftir að verða það afl, er lét drottnendur þeirrar veraldar, er var, skjálfa af ótta um auð sinn og vald alla þá öld, sem í hönd fór, og missa hvorttveggja meir og meir því lengra sem leið. II. Öldu síðar: Hrunadans heimsvaldastefnunnar og sigrar sósíalismans Marx og Engels sönnuðu að sigur sósíal- ismans sem hreyfingar og síðar sköpun 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.