Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 57

Réttur - 01.01.1983, Síða 57
— ágiskunartala. Setjum svo að braskaraflokkar á Al- þingi breyti lögum bankans þannig að hann verði hlutafélag með t.d. 100 miljón króna hlutafé. Síðan létu flokkar þessir, - sem réðu Landsbankanum í krafti meiri- hluta síns á Alþingi — bankann lána vildarvinum sínum 100 miljónir króna til að kaupa hlutabréfin. — „Einstaklings- framtakið“ hefði sigrað, „ríkisafskiptum í hverju fyrirtækinu á fætur öðru yrði hætt. 100-200 braskarar eignuðust öll núverandi ríkis- og bæja-fyrirtæki lands- ins. „Frelsið“ væri í algleymingi — verka- lýðurinn gerður atvinnulaus, ef hann gengi ekki að kauplækkunarkröfum „eig- enda“, þegar dollarinn væri t.d. þrefald- aður í verði (eins og 1950) og öll kaup- hækkun samkvæmt vísitölu bönnuð. * Þetta lítur ævintýralega og ólíklega út. En einmitt svona aðfarir hafa braskarar afturhaldsflokkanna reynt, þegar þeir voru miklu óspilltari en nú, — en urðu þá að gefast upp við það vegna styrkleika sósíalista með vígreifan verkalýð að bak- hjalli. Það getur allt gerst nú, ef ósvífnustu Watergate-flokkarnir sigra og slá reitum sínum saman. Aðeins með því að fylkja sér um sósíalista og gera Alþýðubandalagið sterkt, getur þjóðin verndað eignir sínar gegn ágengni fjárglæframannanna.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.