Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 58

Réttur - 01.01.1983, Page 58
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum kvartar undan 3ví að marxísk hugmyndafræði ríki Dar á bæ í ræðu sem sendiherrann, Jeane Kirkpatrick, hélt hjá American Enterprise Institute í desember s.l. kom fram að Bandaríkjamenn hafa alls ekki í hyggju að taka alvarlega vandamál þriðja heimsins. Eftirfarandi tilvitnanir í ræðu þessa sýna glöggt að bandarísk stjórnvöld bera ekkert skynbragð á félagslegar afleiðingar efnahagsafskipta iðnríkja í þróunar- löndum. Þau gera hins vegar óspart grín af slíkum vandamálum. Þau líta á heiminn sem markað, og lífverur allar sem húsdýr fjölþjóðaauðhringa, sem nú eru í hávegum hafðir við hirð Ronalds Reagan. En snúum okkur að ræðu sendiherrans. Hann sagði: „Stórauknar aðgerðir Sameinuðu þjóð- anna (Sþ) til að hafa áhrif á alþjóðavið- skipti eru mikið vandamál“. ...„Á vett- vangi Sþ. eru fjölþjóðaauðhringar sóttir til saka og sakfelldir fyrir hin sérstæðustu afbrot“. Pá gerði sendiherrann grín að viðleitni Sþ. til að búa til einhvers konar staðla um það hvernig fjölþjóðaauðhring- ar skyldu bera sig að við markaðsfærslu á barnamat, sölu á lyfjum og eiturefnum sem og hvernig losa beri sig við eitruð úrgangsefni. Hún minntisthinsvegarekki á að sala á ólöglegum lyfjum hefur valdið því að miljónir deyja á ári hverju í þriðja heiminum, né á þá staðreynd að markaðs- færsla á barnamat á svæðum þar sem ekki er að finna hreint vatn hefur valdið stórauknum ungbarnadauða. Pá sagði Kirkpatrick að „hugmynda- fræðilegar rangfærslur“ séu kjarni eftirlits- aðgerða Sþ. varðandi ofantalið. Eftirtekt- arvert er að sendiherrann talar hér ekki um stórhættulegar starfsaðferðir fjöl- þjóðaauðhringa, heldur blæs hann til póli- tísks stríðs þeim til hjálpar. Og sendiherr- ann segir síðar í ræðu sinni að „ríkjandi hugmyndafræði Sþ. byggist á þeirri tegund stéttaskiptingar sem boðuð væri í marxískri hugmyndafræði". „Hin hráa andkapítalíska hugmyndafræði Sþ.“ heldur því fram að „fjöldi fátækra ríkja standi nauðug í hatrammri baráttu við fáein auðug ríki“. Þá sagði hún; en sendiherrann er kona, að samkvæmt þess- ari hugmyndafræði væri litið svo á að „fátækt væri afleiðing arðráns“ og að „vanþróuð ríki væru sönnun fyrir slíku arðráni“, og að „velmegun sannaði sekt um arðrán“. í framhaldi af þessu sakaði sendiherr- 58

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.