Réttur


Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 62

Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 62
INNLEND HglBS ■ VÍÐSJÁ 1 Vegið að íslenskum iðnaði Stórkaupmannastéttin gerir nú allt hvað hún getur til þess að drepa niður íslenskan iðnað. Vinnur hún og skutul- sveinar hennar þetta illvirki í nafni „frjálsrar verslunar“, þ.e. að erlent auð- vald fái að flytja hingað inn niðurgreiddan og annan varning sinn og skella þannig hluta af atvinnuleysinu erlendis á ísland. — íslendingar geta ekki varist þessum fjörráðum við atvinnulíf sitt öðruvísi en með því að taka yfirráðin yfir innflutn- ingnum til landsins í eigin hendur, — en gegn því berjast erindrekar hins erlenda auðvalds. — Ella bíður vor eilíf skulda- söfnun erlendis og það hlutskipti að lenda að lokum á „ameríska hreppinn“. Tilgangur þessara stórlaxa er að koma hér á svo miklu atvinnuleysi að hægt sé fyrir skósveina erlenda auðvaldsins, — er ráða mestum blaðakosti landsins, — að telja mönnum trú um að eina ráðið til að fá vinnu sé að hleypa erlendri stóriðju inn í landið og afhenda henni fossa vora fyrir lítið, bara ef hún komi upp stórskaðlegum verksmiðjum jafnt fyrir heilsu manna sem gæði lands (loft, vötn og sæ) og lofi íslend- ingum að þræla þar fyrir útlenda auðvald- ið. Þeim voða sem yfir vofir verður aðeins afstýrt, ef íslensk alþýða og íslenskir iðnrekendur taka höndum saman um ráðstafanir til stóreflingar íslensks iðnað- ar og varnar gegn ágangi erlends auðvalds og erindreka þess. Menn ættu að kynna sér baráttu Jóns Þorlákssonar, Bjarna frá Vogi o.fl. gegn útlenda auðvaldinnu, er klófest hafði flestalla fossa landsins 1919 og hvernig tókst að afstýra eignarhaldi þeirra. (Sjá „Rétt“ 1948, bls. 133-141, og ritgerðir Sigurðar Ragnarssonar í „Sögu“ 1975 og 1977). Þingrof og nýjar kosningar Alþingi var rofið 14. mars og nýjar kosningar ákveðnar 23. apríl. Samþykkt hafði verið stjórnarskrárbreyting, er jafn- ar nokkuð kosningarétt landsmanna og færir kosningaaldur niður í 18 ár. Ringulreið virtist vera allmikil á gömlu flokkunum. Átök hafa orðið allhörð við framboð í Sjálfstæðisflokknum og komið til framboðs utan flokksins. Upplausnar gætir í Framsókn og átök orðið þar all- hörð, er hægri öfl herða sóknina. Alþýðu- flokkurinn hefur klofnað og Vilmundur Gylfason efnt til nýr flokks „Bandalags jafnaðarmanna". Alþýðubandalagið stendur eitt óklofið um framboð sín og kosningastefnuskrá. Stóra hættan í þessum kosningum er að afturhaldsöflin í íhaldinu og Framsókn, sem eflst hafa, bræði sig saman að kosn- ingum liðnum, til myndunar verstu aftur- haldsstjórnar, er níddist á verkalýð lands- ins annarsvegar en ofurseldi land og þjóð hinsvegar algerlega í helgreipar erlends auðhringavalds og hervalds. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.