Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 64

Réttur - 01.01.1983, Síða 64
 Líf vort og frelsi í hættu i. 1946 „Hinsvegar töldu íslendingar aö réttur til herstöðva á íslandi erlendu ríki til handa væri ekki samrýmanlegur sjálfstæöi íslands og fullveldi ..." „[ fyrra báöu Bandaríkin okkur um Hval- fjörð, Skerjafjörö og Keflavík. Þau fóru fram á langan leigumála, kannske 100 ár, vegna þess að þau ætluðu aö leggja í mikinn kostnaö. Þarna áttu að vera voldugar her- stöövar. Viö áttum þarna engu aö ráöa. Viö áttum ekki svo mikiö sem að fá vitneskju um, hvaö þar gerðist. Þannig báöu Bandaríkin þá um land af okkar landi til þess aö gera það aö landi af sínu landi. Og margir óttuöust aö síöan ætti aö stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis íslenska þjóöin." Ólafur Thors 20. september 1946. 1983 Rís íslenska þjóðin upp nú í þingkosn- ingunum, þegarfrekustu valdamenn íhalds og Framsóknar viröast reiðubúnir til að leggja allt það af landinu að fótum Kanans sem hann kann að girnast sem herstöðvar (Helguvík, Norðausturland, Sauðárkrók)? II. Eru íslendingar aö veröa skuldaþrælar er- lends auövalds? 1983 voru erlendar skuldir íslendinga 14580 miljónir ísl. kr. eða um 63.000 kr. á hvert mannsbarn. Eggjan Johannesar úr Kötlum, mesta mannsins meðal íslenskra skálda í okkar kynslóð, hljóðaði svo er hættan stafaði af skuld hjá Bretum.: „Vort land er fagurt, fjöllin sterk og há, og feimin, kliðmjúk lind í hreiðurmó, og túnin græn viö silfurtæran sjó og svalir fossar, dalablómin smá. — Og samt á hér aö búa þýlynd þjóö og þræla, greiða auösins drottni skatt, og bera enn á klakann list og Ijóö og láta slokkna hjartans innstu glóö. Vér spyrjum þá, sem braska meö vort blóö: Var borguð meö því skuldin? Er það satt? III. Kjarnorkustyrjöld ógnar lífi þjóöar vorrar vegna bandarísku herstöövanna hér. Nú þeg- ar hervald, sem tileinkar sér stefnu Hitlers um „útrýmingu kommúnismans“ hefur stjórnar- taumana í Bandaríkjunum og Vestur-Þýska- landi, — og stefnir að því aö geta hafið árás á Sovétríkin jafnt frá Awacs-flugvélum á Kefla- víkurvelli, sem stjórna langdrægum kjarnorku- eldflaugum í kafbátum á Atlantshafi og frá Pershing-2 eldflaugavélum, sem munu nú verða staösettar í Vestur-Þýskalandi, — þá er rétt á þeirri stundu, er um líf þjóðar vorrar er að tefla, aö minnast þeirra alvarlegu áminn- inga og aðvarana, er íslandsvinurinn og stór- skáldið Nordahl Grieg, beindi til vor allra. Þessi aövörun um hættuna á endurreisn fasismans og þriöju heimsstyrjöldinni, orti hann á Þingvöllum í september 1942: „Men dere som lever, má váke over den fred vi skimtet i naboskapet av doden, lidelsens siste glede. Bli fremfor alt ikke trette — som mennesker blir efter kriger — nár grumset og griskheten kommer i folge med motlosheten, det varme rátnende dyndet lagret av hundrede slektledd hvor sindet kan krype til hvile og han som vi drepte kan opstá."

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.