Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 16

Réttur - 01.07.1983, Side 16
/ grein sinni í 50 ára afmœlisblaði Dagsbrúnar 26. janúar 1956 ritar Eðvarð þessi orð að síðustu und- ir kaflafyrirsögninni: „Kaup- gjaldsbaráttan ekki einhlít. Stjórnmálaleg eining alþýðunnar nauðsynleg.“ Eftir að hafa minnst á hlutverk Dagsbrúnar í sameiningu vinstri arms Al- þýðuflokksins og Kommúnista- flokks í Sósíalistaflokknum — og 2. gr. í lögum Dagsbrúnar frá 1919, þar sem standi að félagið skuli „stuðla að því að verkalýð- urinn taki sjálfstœðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfé- lags“ segir hann: „Það er rík ástæða til að minna á þennan þátt baráttunnar einmitt núna. Þegar litið er yfir kaupgjalds- baráttu undanfarinna ára, kemur í Ijós að hún er nær eingöngu háð til þess að rétta hlut verkamanna vegna árása á lífskjörin, sem ríkis- valdið hefur haft forgöngu um. Til þess að koma í veg fyrir þetta verð- ur verkalýðshreyfingin að marg- falda áhrif sín á löggjafarvaldið og í ríkisstjórn. Hún þarf að öðlast sama styrkleika í stjórnmálabaráttunni og hún nú hefur á faglega sviðinu. Þessi mál hafa Dagsbrúnarmenn rætt mikið á fundum sínum undan- farið og gert um þau ítrekaðar ályktanir og þarf að fylgja þeim eftir. Kaupgjaldsbaráttan og önnur dægurmál geta aldrei í eðli sínu orð- ið neitt takmark verkalýðshrcyfing- arinnar. Hið mikla takmark er óskoruð völd alþýðunnar sjálfrar yfir landi sínu öllu og auðæfum þess. Það er hið mikla verkefni, sem bíður óleyst er við hefjum starf- ið á síðari helmingi fyrstu aldar Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar.“ Þegar svo Dagsbrúnarfundur hófst í Gamla bíó til að taka ákvarðanir, höfðu félagarnir af verkfallsverðinum fjölmennt þangað og einn forustumaður þeirra heit- ið því að tala á móti tillögu Eðvarðs. Fundurinn hófst með klukkutíma ræðu Ebba. Rólega og rökfast lagði hann málið allt fyrir félagana með sannfæringarkrafti þess foringja, sem veit að á honum hvílir ábyrgðin á sigri eða ósigri. Ef til vill hefur meirihluti fundarmanna í upphafi verið andvígur samningum. En að lokinni ræðu Ebba, kvaddi enginn sér hljóðs til að and- mæla. Þroski Dagsbrúnarmanna til for- ustu í ábyrgðarmikilli baráttu alls verka- lýðs og traust þeirra á þessum forvígis- manni sínum sýndi sig til fulls: Samning- urinn var gerður um 12% kauphækkun og Dagsbrún rétti Alþingi lögin um atvinnu- leysistryggingar, sem sósíalistar höfðu barist þar fyrir árum saman og utan þess í áratugi. En þótt hér sé nefnt dæmið um hvernig Eðvarð stjórnaði því að „hætta leik“ þá hæst stóð, þá skorti hann heldur ekki hæfileikann til að hvetja til baráttunnar, þá þörf var á. Hann kunni bæði að brýna og slá, — fylkja liði til baráttu og láta það 144

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.