Réttur


Réttur - 01.07.1983, Page 35

Réttur - 01.07.1983, Page 35
Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi: Vetrarmorgunn Blóðið seitlar úr morgunsárinu himininn er grár og þámaður eins og rispað skautasvell héla yfir láði, gráð á legi. Gleði þín hefur verið lögð spjóti í hjartastað. í djúpi augna þinna í hugarfylgsnum mínum spinnur norn örlagaþráð. í djúpi augna þinna grær kalt blóm eins og kórall, rauður kórall sem enginn fær höndlað. Tíminn og ég Ég snýst í hring og kringum sjálfan mig. En tíminn staldrar við og leikur dulúðugt spil með glott á vör og segir: Nú hef ég mátað þig. Utan við alfaraleið Langt utan við alfaraleið þreytir fugl flug sitt vegvilltur. Langt í myrkviðum reikar einmana stef að félaga sínum. 163

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.