Réttur


Réttur - 01.07.1983, Qupperneq 55

Réttur - 01.07.1983, Qupperneq 55
Ingibjörg Haraldsdóttir: José Martí — þjóðhetja Kúbu 1853-1895 I ár eru liðin 130 ár frá fæðingu José Martí, leiðtoga kúbönsku þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni gegn Spánverjum. Kúbumenn telja hann snjallasta og fjöl- hæfasta stjórnmálamann sem þeir hafa átt, andlegan læriföður þeirra byltingar- manna sem leiddu alþýðuna til sigurs 1959. Martí var frábrugðinn öðrum þjóð- frelsisleiðtogum Rómönsku Ameríku að því leyti að sjálfstæði Kúbu var honum ekki lokatakmark, heldur aðeins nauðsynleg forsenda þess að í Iandinu gæti haf- ist uppbygging þjóðfélags af nýrri gerð. Hann vissi líka að Kúbu stafaði meiri hætta af Bandaríkjunum en Spáni, og sagan átti eftir að sýna að sá ótti hans var ekki ástæðulaus. José Martí fæddist í Havana 28. janúar 1853. Foreldrar hans voru Spánverjar, sem höfðu rifið sig upp úr fátækt í ætt- landi sínu og haldið til Kúbu, síðustu spænsku nýlendunnar í Ameríku, í leit að fé og frama. Sú leit bar reyndar ekki ár- angur, því þau urðu aldrei rík að öðru en börnum. Átta börn eignuðust þau, og var José þeirra elstur og eini sonurinn. Lífs- baráttan var hörð og drengurinn fékk ungur að kenna á henni. Faðir hans var oft atvinnulaus, en vann þegar einhverja vinnu var að hafa og tók þá oft soninn með sér. Á tilskildum tíma var José þó innritaður í skóla, og um leið voru örlög hans ráðin. Skólastjórinn var kúbanskur föðurlandsvinur og skáld, Rafael Mend- ive að nafni. Hann var fljótur að koma auga á frábæra námshæfileika þessa nýja nemanda og fór þess að leit við foreldra hans að hann fengi að kosta drenginn til náms, sem var auðsótt mál. í skóla Mend- ive lærði José Martí fleira en hinar hefð- bundnu námsgreinar. Kornungur fór hann að fast við bókmenntir, þýddi Byr- on og Shakespeare og orti ljóð. Mestu máli skipti þó fyrir framtíðarþróun hans að skóli Mendive var honum pólitískur skóli, þar kviknaði sá hugsjónaeldur sem átti eftir að endast honum alla ævi. Mend- ive varð honum fyrirmynd, bæði sem stjórnmálamaður og einstaklingur sem þorði að berjast fyrir hugsjónum sínum, jafnvel þótt það kostaði hann fangelsun og útlegð, einsog fljótlega átti eftir að koma á daginn. 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.