Réttur - 01.07.1983, Side 57
í herlúðrana. José Martí skildi að til að
halda baráttunni áfram og sigra var nauð-
synlegt að stofna byltingarflokk. Það er
einmitt á þessum árum sem hugmyndir
hans um slíkan flokk taka að mótast og
hann fer að beina kröftum sínum að því
að undirbúa stofnun hans, sem varð svo
að veruleika 1892.
Þegar litið er yfir stuttan æviferil José
Martí er engu líkara en maðurinn hafi lif-
að ótrúlega hratt. Afköst hans eru með
ólíkindum, og allsstaðar skaraði hann
fram úr. Ljóðabókin „Ismaelillo“ sem
hann gaf út 1882 var að margra áliti tíma-
mótaverk í ljóðagerð á spænskri tungu,
og enn óx hrifning manna á honum sem
ljóðskáldi þegar hann gaf út „Versos
sencillos“ (Einföld ljóð) 1891. Sem blaða-
maður varð hann frægur um alla álfuna
þegar hanns krifaði frá New York í u.þ.b.
20 suður-amerísk blöð og tímarit. Hann
var frábær ræðumaður, rökfastur stílsnill-
ingur og bjó yfir miklum sannfæringar-
krafti og persónutöfrum. Árið 1889 tók
hann að sér að skrifa fyrir börn. Útgef-
andi í New York hafði fengið þá hug-
mynd að gefa út tímarit fyrir börn á
spænsku og fékk Martí til að semja allt
efni í það. Þetta tímarit hét „Gullöldin“
(Edad de Oro) og heftin urðu fjögur. í
þeim sagði Martí börnum „Okkar Amer-
íku“ sögur af frelsishetjum álfunnar, tal-
aði við þau um gildi sannleikans, kærleik-
ans og föðurlandsástarinnar á einföldu
ljóðrænu máli. Sagt er að betri barnabæk-
ur hafi ekki verið skrifaðar í Suður-Am-
eríku.
Hér hefur alls ekki allt verið talið af
bókmenntaverkum José Martí, en þau
voru aðeins einn þáttur í ævistarfi hans.
Auk alls annars má nefna að hann var
konsúll Uruguay, Argentínu og Paraguay
í New York, forsvarsmaður í samtökum
suður-amerískra rithöfunda um árabil og
fulltrúi argentískra blaðamanna í Banda-
ríkjunum og Kanada.
1891 verða aftur þáttaskil í lífi hans. Á
Kúbu verður vart hræringa sem gefa til
kynna að uppreisn gegn Spánverjum sé á
næsta leiti. Martí segir upp öllum sínum
mörgu störfum, nema einkatímum í
spænsku sem hann hafði fyrir lifibrauð,
og tók nú til við að undirbúa af fullum
krafti það sem hann kallaði „nauðsynlegt
stríð“. Stríðið gegn Spánverjum átti að
verða stutt — aðeins með því móti sá
Martí fram á að mögulegt yrði að koma í
veg fyrir að Bandaríkin skærust í leikinn.
Bandaríkin áttu þegar mikilla hagsmuna
að gæta á Kúbu og hættan á íhlutun
þeirra var orðin auðsæ.
Kúbanski byltingarflokkurinn var sem
fyrr segir stofnaður 1892. Höfuðstöðvar
hans voru í Bandaríkjunum, en hann
starfaði einnig leynilega á Kúbu sjálfri.
Martí stjórnaði flokknum og ritstýrði
málgagni hans, „Patria“ (Föðurland),
þau þrjú ár sem hann átti ólifuð. Meðlim-
ir flokksins voru úr ýmsum þjóðfélags-
stéttum — menntamenn í útlegð, tóbaks-
bændur sem hrakist höfðu frá Kúbu til
Florida, svo dæmi séu tekin. Þetta fólk
átti það sameiginlegt að vilja berjast fyrir
sjálfstæði Kúbu og skapa nýtt þjóðfélag.
Markmið Kúbanska byltingarflokksins
var „fullt og óskorað sjálfstæði Kúbu“ og
í stefnuskrá hans var einnig heitið aðstoð
við þjóðfrelsisöflin í Puerto Rico. En það
sem er merkilegast við þennan flokk er að
hann lagði pólitískan grundvöll að nýju
samfélagi á Kúbu, og var raunverulegur
byltingarflokkur. Þótt engum detti í hug
að kalla José Martí marxista og stéttabar-
átta sé ekki liður í hugmyndafræði hans,
höfðaði hann þó jafnan í málflutningi sín-
um til þeirra sem minnst máttu sín, þeirra
185