Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 12
HVER LIFIR AF 50 ÞÚSUNDUM? Aðalheiður: Við megum nú fara að óttast að verkamaður hafi aðeins dagvinnu ef eitt- hvað er að marka með þennan samdrátt í þjóðfélaginu. Mér finnst það nú alltaf magn- ast um allan helming þegar kemur að samn- ingum. þá koma hrakspárnar. En dettur þá nokkrum í alvöru talað í hug, að það sé hægt að lifa á rúmum 50 þúsund krónum á mán- uði? En þetta verðum við láglaunafólkið að láta okkur nægja. Ég vil segja það, að við höfum lifað slæmu lífi. Við eigum kannski okkar íbúðir; í því tilliti höfum við ekki lifað slæmu lífi, en þetta hefur bara kostað óhemju vinnu. Það hefur eiginlega ekki verið neinn tími til að lifa. Og það getum við raunverulega ekki kallað gott líf, að þurfa að vinna myrkr- anna á milli og helgarnar líka til þess að geta átt yfir sig sæmilegt heimili. Ég er reyndar á hæsta Sóknarkaupi og fæ útborgaðar kr. 52 þúsund á mánuði. Mér var sagt um daginn að Dagsbrúnarverkamaður hefði 53 þúsund krónur fyrir dagvinnu á mánuði. Er það rétt Guðmundur? GuÖmundur: Já, það er nú ekki stór mun- ur þarna á milli. Aðalheiöur: Af þessu dettur engum í hug að hægt sé að lifa. Hvernig stendur á því, að þetta hefur ekki náðst betur upp? Mig langar bara í mesta bróðerni að biðja ykkur um að segja mér, hverja teljið þið aðal- ástæðuna? Guðmundur: Þarna spila nú aldeilis stór- ir hlutir inn í. Við höfum verið að velta því fyrir okkur í Dagsbrún, að ef við fengjum einhvern tímann að halda því kaupi og rétt- indum sem við höfum náð í samstöðu með öðrum verkalýðsfélögum, — hvað við stæð- um þá raunverulega vel. Arangurinn er venjulega að meira eða minna leyti tekinn aftur í gegnum ríkisvaldið. Því er beitt með gengisfellingum og með ýmsum hagstjórnar- legum aðgerðum. Þannig er kippt kannski á stuttum tíma meginþorranum til baka af því sem náðst hefur í samningum. Það kippir þessu á tiltölulega stuttum tíma til baka, jafnvel þótt náist góðir samningar. Þó fólkið standi vel saman í verkalýðsfé- lögunum til að knýja fram kauphækkanir, þá stendur það ekki saman í kosningum gegn þeirri ríkisstjórn, sem framkvæmir þetta. Fólkið áttar sig ekki nægilega á því, að það eru tengsl á milli kaupgjaldsbaráttu verka- lýðsfélaganna og aðgerða ríkisvaldsins. Svo er annað sem við skulum alls ekki vera að halda leyndu. A síðustu tveim ára- tugum eða svo, þá hafa ýmsir sérhæfðir sér- menntaðir hópar og alls konar millistéttir, t.d. opinberir starfsmenn, en þeir eru nú ekk- ert ofsælir í öllum tilfellum; þeir hafa náð mikið hærri hlut en hin almennu verkalýðs- félög. Ríkisvaldið hefur stutt þá „gullvægu reglu" í þjóðfélaginu, að kaup fólks í al- mennum verkalýðsfélögum sé svipað gull- skráningu í öðrum löndum; það er núllið, hversu þjóðfélagslega mikilvægt sem starf ófaglærða verkamannsins kann að vera. Það er stóra núllið; síðan fá hinir hóparnir sem að mínu viti eru orðnir óþarflega stórir; þeir fá að sjálfsögðu á fríum sjó það sem hin al- mennu verkalýðsfélög fá. Og svo fá þau eitt- hvað fyrir sig. Ar eftir ár hefur þeim tekist að breikka bilið og þetta þykir alveg sjálf- sagt. Þannig er þessi sjálfvirkni í kerfinu: 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.