Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 14
þá bræðralagskennd, sem þarf til að hindra að það gerist sem hefur verið að gerast hjá okkur varðandi hina miklu tekjuskiptingu. Réttur: Ertu með þessu að segja, að end- urskipulagningin í starfsgreinasambönd hafi að þínu viti mistekist? Sigurður: Það er nú kannski ekki svona einfalt. En ég held að það hafi ekki verið stefnt nógu markvisst að því að gera vinnu- staðina að grunneiningu verkalýðsfélaganna. I mínum augum er enginn munur á verka- manni og iðnaðarmanni. Þannig er þetta iðulega spurning um aldur manna. Faðir minn er t.d. iðnverkamaður, ég geri ráð fyrir að það sé fyrst og fremst aldursmunur okk- ar sem veldur því að ég er iðnaðarmaður en hann verkamaður. Fyrir nokkrum árum var þjóðfélagið þannig að það kallaði ekki eins á sérmenntun. Iðnskóli tekur fyrst til starfa árið 1904 og þróun verkmenntunar var til- tölulega hæg á fyrstu áratugum aldarinnar. Maður sér þetta á vinnustöðunum; það eru oftast eldri mennirnir sem eru verkamenn, ófaglærðir, en þeir yngri eru með einhverja sérmenntun, oftast iðnnám. Eg lít svo á, að allt þetta fólk eigi að vera í sömu verkalýðs- félögum og þá væri miklu auðveldara að glíma við þennan vanda. BjÖrn: Eg er alveg sammála þér um þetta. Þegar ASI-þing markaði stefnuna í skipulags- málum (árið 1964), þá var hugmyndin sú að stefna að því að vinnustaðurinn yrði grundvöllur fyrir verkalýðsfélögin. Þetta var samþykkt. Hins vegar hefur það gengið af- skaplega lítið að framfylgja raunverulega þessari stefnu. Það er óhætt að játa það hrein- skilnislega, að það hefur alveg mistekist, enn sem komið er. Þessa stefnumörkun í skipu- lagsmálum ASI, sem ákveðin var, hafa menn ekki treyst sér til að framkvæma í einu vet- fangi, en myndun landssambandanna átti að vera spor í þessa átt. Á hinn bóginn hafa ýmsir samningar á seinni árum verið byggðir upp eins og skipu- lagið væri svona. Eg nefni t.d. samningana í Álverinu og í ríkisverksmiðjunum á síðasta ári. Það hafa þá verið samningar fyrir allan vinnustaðinn í einu. Eg er alveg sammála Sigurði um það, að það er m klu auðveldara að eiga við mál eins og launajöfnun o. fl. ef skipulagið væri svona. Þetta verður að mínu viti ekki í góðu lagi fyrr en þessi skipulagsbreyting hefur far- ið fram. Það hefur verið sagt, að verkalýðs- hreyfingin væri eitt íhaldssamasta aflið í þjóðíélaginu og verður að játa, að hún er ákaflega íhaldssöm á formið! Sigurður: Félögin eiga orðið mikla sjóði, eignir, skrifstofubákn o. fl. Björn: Já, jafnvel sögulegur bjarmi, hefðir og annað því um líkt. Við skulum nefna Dagsbrún, Framsókn o. fl. Það kemur við tilfinningarnar að fara að taka þetta upp, en það er enginn vafi að það mæla öll skynsam- lög rök með því. Guðmundur: Þar sem samningar hafa ver- ið gerðir sameiginlega, eins og í ríkisverk- smiðjunum, þá eru þeir samningar láglauna- fólki í hag. Það staðfestir að það hefði upp- haflega verið rétt stefna að byggja skipulagið á grundvelli vinnustaðar. Það er einnig rétt hjá Birni þetta með sögulega bjarmann og kannski er líka ein- hver smákóngapólitík í þessu. En það eru fyrst og fremst þeir sem eru hærra launaðir sem eru harðastir á móti, því þeir þola ekki lýðræðið. Þeir vita að þeir ófaglærðu eru fleiri. En þetta á sér dýpri ræmr. Athugum stéttaskiptinguna hér. Einhver sagði hér áðan „þjóðfélag allsnægta", ja, það er nú svo, það er andskotans ekki neitt þjóðfélag allsnægta hjá Jaessu almenna verkafólki, sem vinnur langan vinnudag. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.