Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 35
fjöldi verkamanna vinnur enga yfirvinnu,
eldri menn vaktamenn o. fl., hversu gífurlega
yfirvinnu þeir hafa unnið sem mesta hafa
fengið vinnuna. Ég hygg að sá hópurinn sem
mest hefur unnið hafi vart haft undir 60%
tekna sinna fyrir yfirvinnu. Þannig sjá allir
hversu illa þessir menn hljóta að vera á vegi
staddir þegar dregur til atvinnuleysis.
Atvinnuleysið kemur öðruvísi út nú orðið
en hér fyrir stríðið. Síðan hafa orðið gífur-
legar þjóðfélagsbreytingar og eignabreyting-
ar. Fólk missir íbúðir og innbú í verkföllum;
nú gildir það ekki lengur að öreigarnir hafi
engu að tapa nema hlekkjunum.
KJARABARÁTTA—
PÓLITÍSK
BARÁTTA
Réttur: Verkamennirnir og Sóknarkonurn-
ar eru núllpunkturinn í kjaramálum; þetta
fólk hefur lægstu launin og allir miða við
þau. Er ekki sífelld viðleitni til þess að halda
þessum lægstu hópum sem lengst niðri þar
sem þeir líka vega svo þungt í þjóðarbúinu?
Björn: Og annað, að þessir hópar, eða
fólkið sem er í fiskiðnaðinum, er einhver
stærsta viðmiðunin sem við höfum með víð-
tæka þjóðfélagslega skírskotun. Þess vegna
er lögð gífurleg áhersla á að halda þessum
hópum niðri. Það er rétt.
Réttur: Nú er því haldið fram daglega að
þjóðartekjur hafi minnkað svo mikið, að við-
skiptakjörin hafi versnað o. s. frv., en það
er jafnframt viðurkennt af Jóni Sigurðssyni
aðalsérfræðingi ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum að sá hópur sem þyngst hafi orðið
fyrir barðinu á efnahagsráðstöfunum að und-
anförnu sé verkafólk. Afturhaldið reynir að
snúa áróðursstöðunni þannig, að það að
verkalýðshreyfingin dirfist að bera fram
kröfur um kauphækkanir muni hafa í för
með sér stórfelld vandamál í viðureigninni
við verðbólguna, þe. verðbólgan skrifist á
reikning verkalýðshreyfingarinnar og verka-
lýðsforustunnar: Hún sé ábyrg ef illa fer.
Hvað á verkalýðshreyfingin að ganga langt í
því að taka á sig ábyrgð á þeim vandamálum
sem nú er við að etja í efnahagsmálum mið-
að við ríkjandi pólitískar aðstæður?
Aðalheiður: Já, ég er einmitt óánægð með
þetta. Mér finnst verkalýðshreyfingin taka
alltof mikið tillit til þessara hluta sem koma
frá ríkisvaldinu.
Björn: Ut af fyrir sig tel ég ekki að við
séum skyldugir til að taka neitt mið af því
sérstaklega sem stjórnvöld og þeirra ráðgjaf-
ar segja. Það verður engin staðreynd eða
sannleikur fyrir því. En hitt er annað mál, að
ég held að verkalýðshreyfingin komist ekki
hjá því að taka staðreyndum um efnahags-
mál eins og um önnur mál. Við hljótum að
gera okkur grein fyrir því, að það er ekki
óskastundin fyrir okkur núna að knýja fram
stórkostlegar kjarabætur, jægar ástandið er
eins og það er nú í efnahagsmálum. Okkar
árangur hlýtur að einhverju leyti að vera
háður því. En auðvitað verðum við að leggja
okkar sjálfstæða mat á það hvernig ástandið
er. Spurningin er ekki um það hvort við
séum að taka á okkur ábyrgð heldur að við-
urkenna staðreyndir um það sem gerst hefur
og reyna að átta okkur á því sem gerast
kann.
Spurningin fyrir okkur er náttúrlega ekki
að reyna að ná kauphækkunum í krónutölu
sem við vitum að eru orðnar að engu daginn
eftir. Við erum ekki að sækjast eftir því. Við
erum að reyna að verja raunverulega hags-
35