Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 34
hluta af verkalýðsstéttinni. Þess vegna er ekki eins stór hætta á að þeir gleymist þegar fjallað er um kjaramálin. Eins og fram hefur komið áður þá vill verkalýðshreyfingin beita sér fyrir því að lögð verði sérstök áhersla á að bæta kjör þeirra sem minnst bera úr bít- um. Stundum hefur okkur miðað verulega í áttina, en í önnur skipti hefur þetta ekki tekist eins vel til, en ég vil þó minna á, að bæði í samningunum 1971 og eins þeim sem gerðir voru sl. ár var tilhneiging til þess að hækka launin meira hjá láglaunuðum, þann- ig að launabil hafa minnkað. Nú í þessum samningum höfum við sett fram að við vilj- um fá sérstakar bætur á lægstu laun. Það er svo annað mál, að kjarakröfur ekki síst við þau skilyrði sem nú eru, eru auðvitað aðeins óskalisti. Þær forsendur sem marka þann árangur sem næst hverju sinni eru annars vegar hagfræðilega forsendan, hvernig þjóð- arbúið stendur; staðreyndir sem við verðum að beygja okkur fyrir og svo hins vegar aftur hvað verkalýðshreyfingin er tilbúin til að leggja mikið á sig til þess að ná því fram sem hún er að berjast fyrir. Það er kannski aldrei hægt að segja fyrr en upp er staðið hvaða árangur næst. En hins vegar get ég ekki neitað mér um að skjóta því hér inn í í sambandi við þá gagnrýni sem borin hefur verið fram á verkalýðsforustuna, að það er nú svo í ríkari mæli en áður að fólk sé farið að líta á þessa verkalýðsforustu eins og ein- hvern skömmtunarstjóra sem úthluti gæðum lífsins, en ég hefi ekki þekkt neina verka- lýðsforustu, sem ég hefi ekki trúað út af fyrir sig að vildi ná sem mestum árangri, því að það liggur alveg í hlutarins eðli að forustu- mennirnir vilja það alltaf hverjir svo sem þeir eru. Guðmundur: Ég tel að það eigi að vera eitt af stefnumálum verkalýðssamtakanna að reyna að rétta hlut gamla fólksins; kjör aldr- aðra eiga að vera stærra og beinna baráttu- mál verkalýðsfélaganna. En það sem markað hefur á síðari árum dýpst spor til breytinga á kjörum aldraðra er annars vegar samning- urinn um lífeyrissjóðina 1969 og hins vegar aðgerðir vinstristjórnarinnar til þess að hækka elli- og örorkulífeyri, 1971. Verkalýðshreyfingin verður nú að endur- skoða afstöðu sína að því er varðar lífeyris- sjóðina, sem jaðra við hreinan skrípaleik eins og þeir eru. Ellilífeyrisþegarnir fara lang- verst út úr verðbólgunni. Eg held annars að stéttaskiptingin í þjóð- félaginu sé að verða meiri heldur en hún var. Ég hélt og þóttist sæmilega kunnugur í Dagsbrún að stærsti hluti Dagsbrúnarverka- manna væri í Bre.'ðholti og Kópavogi. Það kemur hins vegar upp úr kafinu, að lang- stærsti hlutinn er í gamla bænum, meiri- hlutinn að vísu fullorðið fólk. En líka ungt fólk, sem verður að ganga að afarkostum til þess að hreppa lélegustu íbúðirnar, sem eru í rauninni dýrustu íbúðirnar að verðmæti. Hins vegar er fróðlegt að bera saman hverfi eins og Garðahreppinn þar sem eru heilu hektararnir án þess að finnist einn einasti verkamaður eða verkakona eða menn úr þess- um láglaunastéttum. Ég held að þarna sé að myndast í þjóðfélaginu hópur sem hefur gjörólíkan lífsstíl og lífshætti, og það er fólk sem hefur varla peninga nema frá degi til dags fyrir brýnustu nauðsynjum. Mér finnst breytingin sem ég var að tala um líka koma fram í því að mér sýnist minna um giftingar milli starfsgreina en áður var. En svo ég víki aðeins að láglaunahópunum sem við vorum að tala um hér áðan þá má ekki gleyma því að þeir menn sem nú eru á besta aldri í verkamannafélögum hafa lagt á sig geysilega vinnu. 1974 kom í ljós að 40% af tekjum verkamanna var fyrir yfir- vinnu, og þá sjá allir þegar haft er í huga að 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.