Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 15
Þátttakendur í hringborðsumræðu Réttar um verkalýðsmál og stjórnendur umræðnanna. Frá vinstri: Að-
alheiður, Björn, Guðmundur J., Svavar, Ólafur R., Árni, Sigurður.
En hvar er stéttamunurinn mestur í þjóð-
félaginu? Við höfum hér á landi minni stétta-
mun í umgengni á ýmsum vinnustöðum milli
atvinnurekenda og verkafólks. En ef þú kem-
ur inn á sjúkrahús og fyrirhittir þar um-
gengni milli stétta eftir prófum og titlum,
— hún er þvílík, að það er eins og það séu
þjóðflokkar sem ekki megi nálgast livern
annan vegna þess að það er eins og þeir
sem lægra eru settir þurfi beinlínis að vera
í sóttkví og það þarf túlka á milli þeirra.
Margir af þeim mönnum, sem lengst ganga
í þessu efni, hluti af þeim hrokafullir gikkir,
jæir eru að prédika jafnlaunapólitík!
Þetta er að vísu utan ASI og þetta má ekki
verða til þess að verkalýðshreyfingin fari út í
eitthvert menntamannahatur, það styrkir
hana ekki. Menntamönnum verður að skipta
alveg eins og tímakaups- og uppmælinga-
mönnum. Þetta eru ólíkar tekjur og ekkert
sambærilegt, því tekjumunurinn er þvílíkur
hjá þessum aðilum.
Réttur: En ef við skoðum framtíðarhug-
myndir um skipulag þá hljótum við að taka
inn í hugleiðingar okkar, hvort þeir sem eru
innan ASI og þeir innan BSRB ættu ekki að
skipuleggja sig saman í starfssambönd, t.d.
þetta fólk á sjúkrahúsunum.
Björn: Eg álít að þegar við erum að tala
um skipulagsmál þá verðum við að taka
opinbera geirann inn í myndina. Eg sé ekki
að það gildi neitt annað um hann en aðra.
Ef við höfum vinnustaðinn sem grundvöll,
þá er það auðvitað komið á dagskrá. Eg teldi
það, svona sem framtíðarsýn, að þá væri það
fullkomlega eðlilegt að hugsa sér að BSRB
og ASI yrðu eitt og hið sama.
15