Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 36
muni okkar. Og eftir því hvernig til tekst um það verður að dæma okkur. Við höfum lagt höfuðáherslu á það að þessi verðbólguhraði sem hér hefur verið hljóti að leiða til kjaraskerðingar. Ef verð- bólgan heldur svona áfram þá er engin verka- lýðshreyfing til, hversu sterk sem hún er, sem getur hlaupið eins hratt við að hækka kaup- ið, eins og ef td. væri 70% verðbólga. Ein- mitt þess vegna höfum við lagt áherslu á í sambandi við stöðuna nú að það séu gerðar ráðstafanir til að hægja á verðbólgunni mjög verulega, og við þykjumst hafa sett fram pró- gramm, sem gæti verið býsna líklegt til að verka í þa áttina. Eg er ekki að segja að það sé alveg fullkomið en áreiðanlega sýnir það vilja okkar til þess að taka svona á málun- um. Auðvitað væri okkar staða til að bæta kjhrin miklu raunhæfari ef við hefðum ekki nema 10—15% verðbólgu og er ég þó að nefna tölur sem eru helmingi hærri en með- altalsverðbólgan í heiminum á síðasta ári; þá um 8%. Réttur: En hlýtur ekki verkalýðshreyfingin við þessi skilyrði einmitt sem eru nú í þjóð- félaginu að gera afdráttarlausar kröfur um breytingar á þjóðfélaginu, pólitískari kröfur? Björn: Jú, við teljum náttúrlega að við höfum verið að gera það. Hitt er svo annað mál að við getum eklti bara afgreitt málin með því, að við höfum lagt fram kröfur sem gætu hægt á verðbólgunni og þannig orðið til þess að draga úr kjaraskerðingunni. Við höfum líka sagt að ef þessu verður ekki sinnt þá neyðumst við til þess að fara hina leiðina, því að við verðum að láta eitthvað við liggja til þess að hafa einhverja stöðu; annars töp- um við stöðunni til þess að geta barist. En ég held að það sé mjög almennt viðhorf í verkalýðshreyfingunni, viðhorf sem eigi meirihlutafylgi, að það væri æskilegast núna að við gætum náð árangri í aðgerðum til þess að stöðva þennan ógnarhraða verðbólg- unnar sem kaffærir lífskjör okkar umbjóð- enda gjörsamlega. Aðalheiður: Eru líkur til þess að þið stand- ið í margra vikna samningaþófi? Verður ekki gripið tii einhverra ráðstafana fyrr? Björn: Eg held að það komi ekki til greina að við stöndum í margra mánaða þófi. Við erum búnir að vera meira en mánuð í samn- ingum og þetta hefur semsagt ekkert gengið. Við höfum ekki fengið nein tilboð af neinu tagi hvorki um stjórnmálalegar aðgerðir eða annað. Að vísu er sumt af því sem við höfum lagt til í athugun að sagt er og sjálfsagt þarf margt af því að fá einhvern tíma, en við höf- um heldur ekkert frá atvinnurekendum. Þannig stöndum við í raun í sömu sporum og í upphafi og svo má ekki lengur ganga. Það er vitað mál. En þetta veltur auðvitað ekki allt á þessari svokölluðu verkalýðsforustu, þarna veltur mikið á félögunum sjálfum. Fyrir hálfum mánuði varð það niðurstaðan, að við beind- um því til verkalýðsfélaganna að þau öfluðu sér verkfallsheimildar, og því miður verður að segja það að það hefur gengið afskaplega hægt. Eg er ekki að efast um að þetta kemur; en það er nú svo að þeir, sem eru kannski óþolinmóðir og segja að við séum seinvirkir í samningum eru kannski ekki jafnskjótir þegar skákin stendur á þá að þrýsta á. Mér sýnist að þetta stefni í þá áttina að ekkert gerist í samningum nú fremur en áður fyrr en verkfall er á næsta leiti, og ég hef ekki trú á að þetta fari af stað fyrr þó félögin afli sér verkfallsheimildar, heldur gerist ekk- ert fyrr en boðað hefur verið allsherjarverk- fall. Sigurður: Þetta er geysistórt mál sem við erum að ræða núna. Mér finnst oft of mikið um það að verkalýðshreyfingin taki tillit til áróðurs stjórnvalda og atvinnurekenda um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.