Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 22
KJARAHYGGJA OG PÓLÍTÍSK STEFNUMÓTUN Réttnr: Nú er verkalýðshreyfingin mjög svo upptekin við samningagerð og kjara- hyggjan alls ráðandi. Er verkalýðshreyfingin ekki of hrædd við það að setja fram hreinar kröfur um breytingar á þjóðfélaginu? Við höfum mörg söguleg dæmi um áhrif hreyf- ingarinnar á löggjafarvaldið, m.a. setningu orlofslaga og laga um atvinnuleysistrygging- ar sem hvoru tveggja náðist í kjölfar verk- fallsátaka. Er hreyfingin ekki of rög við að setja svona kröfur á oddinn? Björn: Það er sjálfsagt alveg satt: Það er kannski veikleikamerki verkalýðshreyfingar- innar að hún hugsar ekki til nógu langs tíma; hún er of upptekin af verkefninu eins og það er í dag. Hún reiknar ekki út eða reynir ekki að gera sér grein fyrir þeirri þróun sem málin taka. Þetta leiðir auðvitað hugann að öllum samskiptum okkar við stjórnvöld og að póli- tískum ákvörðunum verkalýðshreyfingarinn- ar. Að hve miklu leyti á hún að skipta sér beint af því, sem við köllum pólitísk mál- efni? Ég er alveg sannfærður um það og reynsl- an hefur kennt okkur, að það er ekki mögu- legt til langframa að heyja árangursríka bar- áttu fyrir hagsmunum verkalýðsstéttarinnar öðruvísi en að verkalýðshreyfingin sé meira eða minna pólitísk. Og auðvitað má segja og er alveg áreiðanlegt að allar aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar hafa eitthvert pólitískt inntak í sjálfu sér. Eg held að þetta muni fara vaxandi á næstu tímum. Menn hljóta að leiða hugann meira að þeim pólitísku leiðum miðað við það faglega; þær hljóta að stækka. Það er t.d. eitt eftirtektarvert í þessu sam- bandi, að Alþýðusambandið hefur enga stefnuskrá. Verkalýðshreyfingin í heild hefur enga stefnuskrá, bara lætur sér nægja að gera sínar ályktanir á þingum og þá væntanlega fyrir næsta kjörtímabil í hæsta lagi, stundum skemmri tíma, fram að næstu samningum eða svo. Eg held út af fyrir sig að þetta sé ekki nógu gott. Hins vegar er það ákaflega vanda- samt að beita verkalýðshreyfingunni pólitískt eins og hún er uppbyggð, vegna þess að við megum ekki gera það með þeim hætti að svipta fólkið í verkalýðshreyfingunni sínum mannréttindum. Ekki þvinga það til stuðn- ings við ákveðna pólitíska flokka og því um líkt. Hreyfingin er ekki þannig uppbyggð og ég held að hún eigi ekki að vera þannig upp- byggð. Réttur: En vantar ekki að verkalýðshreyf- ingin líti nægilega stórt á sig, ætli sér stórt hlutverk og setji sér að framkvæma hlutina? Eða eins og þú nefndir: það vantar stefnu- skrá! Björn: Eg held það. Eg beitti mér fyrir því á síðasta sambandsstjórnarfundi að það var skipuð sérstök nefnd í tilefni af afmælis- árinu til þess að undirbúa stefnuskrá, sem lögð yrði fyrir næsta þing. Hugsunin sem lá þarna að baki mínu frumkvæði var sú, að ég held að það sé ekki nægilegt að fá nýrri stjórn, sem kosin er til fjögurra ára, í hendur ályktun, sem miðast eingöngu við ástandið eins og það er dagana sem þingið er haldið og kannski að næstu kjarasamningum, heldur verður verkalýðs- hreyfingin beinlínis að útvíkka starfssvið sitt. Eg skal ekki segja, hve langt hún getur geng- ið í þeim efnum, það er auðvitað mikið á- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.