Réttur


Réttur - 01.01.1976, Side 27

Réttur - 01.01.1976, Side 27
Réttur: Teljið þið þörf á því að gera á- hlaup á valdastöðu íhaldsins í verkalýðs- hreyfingunni? Björn: Ef maður lítur á verkalýðssamtökin í heild þá held ég að það sé ekki hægt að tala um neina valdaaðstöðu íhaldsins þar, og þar á ég sérstaklega við Alþýðusambandið. Þeir eru með í miðstjórninni, tveir eða kannski þrír menn; sjálfur mundi ég ekki vilja viðurkenna nema tvo sem slíka. Okkar verkalýðshreyfing er þannig upp byggð að meðan verslunarmannasambandið kýs ein- róma menn, þó íhaldsmenn séu, þá er ég ekki alveg tilbúinn til að segja að við ætmm að slá á hendina á þeirn í sambandi við sam- starf að faglegum málum. Réttur: Það sem átt var við í sambandi við valdaaðstöðu íhaldsins í verkalýðshreyfing- unni voru einstök verkalýðsfélög, grunnur- inn, forsendan fyrir því að íhaldsmenn hafa náð þeirri aðstöðu sem við vorum að tala um. Björn: Eg álít að það sé sjálfsagt baráttu- mál að t.d. alþýðubandalagsmenn og alþýðu- flokksmenn í stóru félögunum til dæmis þar sem sjálfstæðismenn hafa komið sér fyrir, að þeir eigi að halda áfram sínum mönnum og berjast eins og menn fyrir því að vinna sér góðan trúnað til þess að stjórna þessum fé- lögum. En við skulum enn muna hversu ólík samtökin hér á landi eru þeim sem erlendis eru til. Munurinn er geysilegur. Þar er ann- aðhvort einn flokkur, sem er svo yfirgnæf- andi að hann virðist ráða öllu og hann er um leið samtvinnaður verkalýðshreyfingunni. Þetta á við norðurlöndin og Bretland. Þar er aðildin að samtökunum líka frjáls, en hér á landi er raunverulega ekki um neitt frjálsræði að ræða; menn eru bara skyldugir til þess að vera í Alþýðusambandinu, þeir njóta ekki almennra mannréttinda, ef þeir eru ekki í sambandinu, og þar hangir margt á spýtunni eins og atvinnuleysistryggingar og fjölmörg önnur réttindi. Út úr þessu fyrirkomulagi höfum við fengið hér á landi 100% skipu- lagningu sem gefur okkur vissan styrk en veikleika líka og sín vandamál. Hér á landi erum við að reyna að halda uppi einu verka- lýðssambandi og við höfum eiginlega fengið löggildingu á það. Og það er erfitt fyrir slíkt samband að neita að viðurkenna staðreyndir um forystu í einstökum landssamböndum. Sigurður: Eg ætlaði að taka undir þetta með Birni. Eg held að verkalýðssinnar, hvort sem ég á þar við Alþýðubandalagið eða Al- þýðuflokkinn eða ýmsa smærri stjórnmála- hópa á vinstrakantinum, verði að tala saman í verkalýðsfélögunum og vinna að því að koma í veg fyrir að íhaldið ráði lögum og lofum í stórum félögum verkafólks. Og þeir vinstrimenn, sem þegar hafa forustuhlutverk í verkalýðshreyfingunni hljóta að reyna að hjálpa til og leiðbeina því fólki sem berst við íhaldið í hinum ýmsu félögum. VIRKNI FÉLAGSMANNA Réttur: í framhaldi af þessari umræðu er kannski rétt að víkja að virkninni innan verkalýðsfélaganna. Hvað um trúnaðar- mannanetin, hvað um félagslegt og pólitískt starf í verkalýðsfélögunum? Gæti starfið ekki orðið miklu meira og virkara jafnvel að ó- breytm skipulagi samtakanna? Og síðan mætti velta því fyrir sér hvernig á því stend- ur að ýmiss konar félagsleg viðbrögð hafa verið algerlega fyrir utan hina venjulegu far- vegi í verkalýðshreyfingunni eins og heirn- sigling sjómanna, Selfossdeilan o. s. frv. Björn: Þetta eru vissulega athyglisverðar 27

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.