Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 18
lýðshreyfingin öllu verri við vinstri stjórnir, en hún er við hægri stjórnir. Björn: Attu við Sigurður, að það hafi ekki komið nógu mikill stuðningur fram við vinstri stjórnina á ASI-þinginu 1972? Sigurður: Eg tók þetta sem dæmi. Mér finnst vanta á það, að verkalýðsfélögin og hreyfingin í heild setji fram einhverjar rót- tækar kröfur um þjóðfélagsumbætur og auð- veldi þannig ríkisstjórn, er vill vinna launa- fólki vel, að koma slíkum málum fram. Björn: Ég held að þið séuð þarna að fara sitt í hvora áttina, annars vegar að Sigurður telur ASI-þing ekki nógu skeleggt að leið- beina stjórninni inn á réttar brautir, hins vegar telur Aðalheiður að verkalýðshreyfing- in sé sjálfri sér vond, neikvæð gagnvart ríkis- stjórninni. Aðalheiður: T. d. núna höfum við haft þessa óskaplegu kjararýrnun en það hefur eiginlega ekkert gerst á því tímabili sem þessi ríkisstjórn er búin að sitja. Ég var nú ekki að öllu leyti ánægð með þessa vinstri stjórn; ég skal nú viðurkenna það. Það var þó ýmislegt gert í þágu verkalýðsins og mér fannst eiginlega verkalýðurinn nöldra meira. Réttnr: Rétt er að minna á, að Björn sagði ákaflega jákvæð orð um vinstri stjórnina á þingi ASI og ef rétt er munað, þá tóku þeir undir það á þinginu haustið 1972. Þannig er vart hægt að segja að þeir hafi ekki lýst samúð með þessari stjórn að minnsta kosti í byrjun. Hins vegar komu ekki fram frá verka- lýðshreyfingunni ákveðnar kröfur um það, sem sumir vilja kalla „struktúrbreytingar" á þjóðfélaginu í þágu verkalýðsstéttarinnar, sem þessi vinstri stjórn hefði síðan getað tek- ið upp. Sigurður: Maður heyrir þetta oft sagt, að verkalýðshreyfingin sé verri við vinstri stjórn- ir og það er rétt að því leyti til, að þá eru gjarnan settar fram af meiri bjartsýni kröfur um kjarabætur. En mér finnst skorta á, þeg- ar slíkar stjórnir sitja, að verkalýðshreyfingin reyni af eigin frumkvæði að fá slíkar stjórnir til þess að gera meiri langtímabreytingar á þjóðfélaginu. Ég vil taka sem dæmi að í sáttmála síðustu vinstri stjórnar var ákvæði um að endurskoða mál, sem ég hygg að flest verkafólk væri sammála í heild, og það samstundis. Eg á hér við starfsemi olíufélaganna og trygg- ingakerfið og allt það bákn. Mér finnst að verkalýðshreyfingin og þá Alþýðusambandsþingið hefði átt að gera þetta að stóru baráttumáli. Styðja þá aðila innan vinstri stjórnar sem settu þetta á odd- inn, því við vitum að menn eru misjafnlega ákafir að breyta þessu þjóðfélagi, líka þeir er báru samheitið vinstrimenn í þessari stjórn. Björn: Þegar minnst er hér á ASI-þingið 1972, þegar vinstri stjórnin hafði setið í eitt ár, þá held ég að ályktanir þingsins yfirleitt í öllum málum og þá ekki síst í kjara- og atvinnumálum hafi verið mjög vinsamlegar gagnvart ríkisstjórninni. Verkalýðshreyfingin hafi síst gert stjórninni erfiðara fyrir. I álykt- unum þingsins felast líka ýmsar leiðbeiningar til stjórnarinnar. Hins vegar held ég að þessi vinstri stjórn hafi aldrei verið þannig samsett í byrjun, að það hafi verið hægt að vænta grundvallar- breytinga á þjóðskipulaginu. Ég held að það verði nú ekki gert í ríkisstjórn þar sem Fram- sóknarflokkurinn ræður miklu. Ekkert frekar en með Sjálfstæðisflokknum. Ég held að ef menn hafi haldið að það yrðu einhverj- ar grundvallarbreytingar á þjóðskipulaginu þá hafi það verið að ætlast til of mikils. Við vitum það að þessi ríkisstjórn var a. m. k. í byrjun mjög hlynt verkalýðssamtök- unum og ýmsu því sem við börðumst fyrir. ASI-þingið 1972 tók þessari ríkisstjórn mjög vel og viðkomandi því að við höfum verið of 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.