Réttur


Réttur - 01.01.1976, Síða 18

Réttur - 01.01.1976, Síða 18
lýðshreyfingin öllu verri við vinstri stjórnir, en hún er við hægri stjórnir. Björn: Attu við Sigurður, að það hafi ekki komið nógu mikill stuðningur fram við vinstri stjórnina á ASI-þinginu 1972? Sigurður: Eg tók þetta sem dæmi. Mér finnst vanta á það, að verkalýðsfélögin og hreyfingin í heild setji fram einhverjar rót- tækar kröfur um þjóðfélagsumbætur og auð- veldi þannig ríkisstjórn, er vill vinna launa- fólki vel, að koma slíkum málum fram. Björn: Ég held að þið séuð þarna að fara sitt í hvora áttina, annars vegar að Sigurður telur ASI-þing ekki nógu skeleggt að leið- beina stjórninni inn á réttar brautir, hins vegar telur Aðalheiður að verkalýðshreyfing- in sé sjálfri sér vond, neikvæð gagnvart ríkis- stjórninni. Aðalheiður: T. d. núna höfum við haft þessa óskaplegu kjararýrnun en það hefur eiginlega ekkert gerst á því tímabili sem þessi ríkisstjórn er búin að sitja. Ég var nú ekki að öllu leyti ánægð með þessa vinstri stjórn; ég skal nú viðurkenna það. Það var þó ýmislegt gert í þágu verkalýðsins og mér fannst eiginlega verkalýðurinn nöldra meira. Réttnr: Rétt er að minna á, að Björn sagði ákaflega jákvæð orð um vinstri stjórnina á þingi ASI og ef rétt er munað, þá tóku þeir undir það á þinginu haustið 1972. Þannig er vart hægt að segja að þeir hafi ekki lýst samúð með þessari stjórn að minnsta kosti í byrjun. Hins vegar komu ekki fram frá verka- lýðshreyfingunni ákveðnar kröfur um það, sem sumir vilja kalla „struktúrbreytingar" á þjóðfélaginu í þágu verkalýðsstéttarinnar, sem þessi vinstri stjórn hefði síðan getað tek- ið upp. Sigurður: Maður heyrir þetta oft sagt, að verkalýðshreyfingin sé verri við vinstri stjórn- ir og það er rétt að því leyti til, að þá eru gjarnan settar fram af meiri bjartsýni kröfur um kjarabætur. En mér finnst skorta á, þeg- ar slíkar stjórnir sitja, að verkalýðshreyfingin reyni af eigin frumkvæði að fá slíkar stjórnir til þess að gera meiri langtímabreytingar á þjóðfélaginu. Ég vil taka sem dæmi að í sáttmála síðustu vinstri stjórnar var ákvæði um að endurskoða mál, sem ég hygg að flest verkafólk væri sammála í heild, og það samstundis. Eg á hér við starfsemi olíufélaganna og trygg- ingakerfið og allt það bákn. Mér finnst að verkalýðshreyfingin og þá Alþýðusambandsþingið hefði átt að gera þetta að stóru baráttumáli. Styðja þá aðila innan vinstri stjórnar sem settu þetta á odd- inn, því við vitum að menn eru misjafnlega ákafir að breyta þessu þjóðfélagi, líka þeir er báru samheitið vinstrimenn í þessari stjórn. Björn: Þegar minnst er hér á ASI-þingið 1972, þegar vinstri stjórnin hafði setið í eitt ár, þá held ég að ályktanir þingsins yfirleitt í öllum málum og þá ekki síst í kjara- og atvinnumálum hafi verið mjög vinsamlegar gagnvart ríkisstjórninni. Verkalýðshreyfingin hafi síst gert stjórninni erfiðara fyrir. I álykt- unum þingsins felast líka ýmsar leiðbeiningar til stjórnarinnar. Hins vegar held ég að þessi vinstri stjórn hafi aldrei verið þannig samsett í byrjun, að það hafi verið hægt að vænta grundvallar- breytinga á þjóðskipulaginu. Ég held að það verði nú ekki gert í ríkisstjórn þar sem Fram- sóknarflokkurinn ræður miklu. Ekkert frekar en með Sjálfstæðisflokknum. Ég held að ef menn hafi haldið að það yrðu einhverj- ar grundvallarbreytingar á þjóðskipulaginu þá hafi það verið að ætlast til of mikils. Við vitum það að þessi ríkisstjórn var a. m. k. í byrjun mjög hlynt verkalýðssamtök- unum og ýmsu því sem við börðumst fyrir. ASI-þingið 1972 tók þessari ríkisstjórn mjög vel og viðkomandi því að við höfum verið of 18

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.