Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 6
Frá vinstri: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar, Björn iónsson, forseti Al-
þýðusambands Islands og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands.
sömu réttinda í hvaða flokki sem er. Þá er
verkalýðshreyfingin orðin samtök manna úr
öllum flokkum. Ég er sannfærður um að
skipulagið í lok fjórða áratugsins hafi verið
búið að ganga sér til húðar og þá tel ég, að
ekki hafi verið undan því komist að breyta
skipulaginu í samræmi við tímana.
Aðalheiður: Kreppuárin voru ósköp ömur-
legir tímar, fátæktin óskapleg og atvinnuleys-
ið. Mér finnst samt alltaf fylgja þeim viss
sjarmi. Þá gilti það svo mikið að vera eða
vera ekki. Þá þurfti svo mikinn kjark til
þess að standa í þessu. Það vofði yfir mönn-
um atvinnusvipting, ef þeir stóðu við sína
sannfæringu. Þarna kynntist maður svo miklu
kjarnafólki, sambandið var svo sterkt milli
þeirra sem stjórnuðu verkalýðssamtökunum
og hreyfingunni, þessari róttæku hreyfingu,
það var sterkt samband á milli hennar og
fólksins. Þessir tímar vekja alltaf hjá mér,
í og með, þrátt fyrir það að mig hryllir við,
ef atvinnuleysið og allt sem því fylgdi ætti
að ganga yfir okkur aftur; þá er einhver
bjarmi yfir þessu í mínum huga. Ég var ung-
lingur í Reykjavík á þessum árum og ég var
strax byrjuð með þessu fólki. Svona hugsa
ég um þetta.
Björn: Þetta voru vissulega miklir baráttu-
tímar og það er náttúrlega í slíkri harðri bar-
áttu, sem gullið skýrist, menn sýna hvað í
þeim býr og hvaða mann þeir höfðu að
geyma. Slík fórnfýsi sem menn kynnast í
þannig baráttu, gleymist ekki og það er auð-
vitað alltaf viss ljómi yfir því, þó að heild-
6