Réttur


Réttur - 01.01.1976, Page 37

Réttur - 01.01.1976, Page 37
hag atvinnulífsins. Við eigum fyrst og fremst að hafa í huga hag verkafólksins. Atvinnu- rekstur, sem ekki getur borið mannsæmandi kaup á einfaldlega engan rétt á sér. I þessu sambandi langar mig að vitna í nokkuð sem Eðvarð Sigurðsson sagði fyrir nokkrum ár- um. Hann sagði: „Barátta verkalýðshreyfingarinnar miðar að því í þröngri merkingu að fá til laun- þega, fólksins sem vinnur að framleiðslu- sköpuninni sem stærstan hluta af kökunni. Það eitt er okkur þó ekki nægilegt. Við vi!j- um einnig láta okkur varða hvernig fram- leiðslulífinu er stjórnað í einstökum fyrir- tækjum og í heild. Til þess að ná þessu síð- asttalda þá er það skoðun verkalýðshreyfing- arinnar, og í vaxandi mæli baráttumál, að hún hafi áhrif á stjórn fyrirtækja. Hún hefur einnig látið sig skipta og mun láta sig skipta hvernig atvinnu- og efnahagslífi er stjórnað.” Ég er alveg sammála þessu sem Eðvarð tekur fram, og ég held, að þetta síðasttalda, að verkalýðshreyfingin eigi að gera meira af því að setja fram kröfur um, hvernig þessu þjóðfélagi sé stjórnað, setja fram kröfur til stjórnarvalda og reka fyrir þeim áróður í verkalýðsfélögunum og í þeim málgögnum sem hún hefur yfir að ráða. Verkalýðshreyf- ingin getur ekki sætt sig við neyðarástand hjá stórum hluta launafólks meðan atvinnu- rekendur þurfa lítið sem ekkert á sig að leggja. Þegar fjárhagur almennings er eins og nú standa sakir getum við ekki hlustað á nein ramakvein um rekstur atvinnuveg- anna. Þar eru enn í fullu gildi kenningar Karls Marx um stéttaandstæðurnar og hags- munaátökin milli þeirra sem selja vinnuafl sitt og þeirra sem eiga atvinnutækin. Um þessi átök snýst þjóðfélagsbaráttan að meira eða minna leyti. A þessu sviði á verkalýðshreyfingin mikið verk óunnið að ryðja sér braut til áhrifa og | tifeatet* ktíi " j Yfirráðin til albvðunnar vmnai FYRSTIÁRAN6UR VIRKFAUSINS ViJtækasta verkfall á íslandi FYLKJUM LIÐI Verkfallsútgáfa Vinnunnar í febrúar sl. hafði mikið áróðursgildi i baráttunni. þó að ekki sé tími til að ræða það hér vil ég gjarnan koma að ákveðinni reynslu í sam- bandi við eign fólksins á fyrirtæki, sem ég þekki sjálfur. Ég tók sjálfur þátt í því ásamt nokkrum rafvirkjum í mínu stéttarfélagi að stofna til félags, þar sem verkafólkið á at- vinnureksturinn. Okkur hefur tekist, þrátt fyrir að á sama tíma hafi atvinnurekendur 37

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.