Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 8
skörpu átök og þetta mikla manngildi og hugsjónir, sem ákveðinn hluti forystunnar og bræðralagið þeirra á milli sýndi? A þetta minnast þeir fyrst og fremst. En við hverja eru þeir líka að berjast? Þeir eru að berjast við svokallaða hvítliða, stundum eru hvítlið- arnir hluti af hreyfingunni. Þannig að þessi gullni bjarmi, hann er ekki yfir öllum þessum tíma. Réttur: Það er kannski virknin og fórnfýs- in sem við viljum gjarnan að kæmi fram á ný, þó við viljum ekki fá afmr þá tíma er voru forsendan fyrir þessu. Sigurður: Auðvitað koma þessir tímar aldrei aftur, en er spurningin ekki sú, hvort við þurfum ekki að taka upp baráttuna við hvítliðana í verkalýðshreyfingunni. Þeir eru til enn þann dag í dag, því miður. I daglegu tali köllum við þá ekki hvítliða, en það eru til menn í verkalýðshreyfingunni, sem í allri afstöðu sinni taka afstöðu með eignastéttinni og atvinnurekendum. Þetta eru hvítliðar verkalýðshreyfingarinnar, en við erum hættir að berjast við þá! Guðmundur: Eg get tekið undir öll sterk- ustu lýsingarorðin um gildi baráttunnar á kreppuárunum og hún hefur gjörbreytt ís- lenskri sögu meira og minna. En ég er ekki alveg viss um, að þeir sem nú eru að gagn- rýna, kannski með réttu, íslenska verkalýðs- forystu, væru svona mikið kátir, ef það væri 10 ára samfellt atvinnuleysi fyrir kannski helming stéttarinnar. Réttur: Það eru ákveðnar þjóðfélagsað- stæður á kreppuárunum er kalla á mjög harða og einarða baráttu. Krafan var einföld í baráttunni, í dag er staðan allt önnur: Þá var spurningin um brauð á morgun . . . Björn: — en nú um betra brauð! Réttur: Já, um betra brauð eða eitthvað slíkt. En er það ekki ákveðinn kjarni á kreppuárunum sem fær reynslu og þroskast og hefur síðan verið kjarninn í forystu verka- lýðshreyfingarinnar fram undir þessi tíma- mót. Björn: Eg vil benda á skemmtilega þver- sögn þegar við komum inn á þessi mál. Ann- ars vegar er þessi ljómi yfir kreppuárunum, sem ég er út af fyrir sig ekki að draga úr, ef því er lýst svona sæmilega raunsætt. Hins vegar er ein höfuðgagnrýnin á verkalýðs- forystuna í dag, er menn ræða um hvað hún sé ómöguleg, að ráðandi menn í verkalýðs- hreyfingunni séu einmitt menn sem hafa alist upp á kreppuárunum og séu haldnir gamla kreppuhugsunarhættinum. En auðvitað hlýt- ur svona ástand eins og hér var á fjórða ára- tugnum að móta mjög viðhorf og afstöðu manna. HVAÐ UM AUKINN LAUNAJÖFNUÐ? Réttur: í grein sem birtist í Eimreiðinni nýlega kom fram, að í raun og veru hafi hlutur lágtekjufólks í þjóðartekjum á OECD- svæðinu síðustu 25 árin ekki aukist. Lífskjör- in höfðu batnað vegna þess, að hagvöxturinn hafði verið það ör að eitthvað af honum kom í hlut svo til allra hópa, en hlutur þeirra 10—30%, sem höfðu lægstu tekjurnar mið- að við hluta þeirra sem mestar tekjurnar höfðu, hann hafði ekki breyst. Hlutföllin höfðu ekki raskast, ekki breyst láglaunafólki í hag, nema í Svíþjóð og Danmörku. I þessu sambandi er hægt að spyrja, hvað gerist á 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.