Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 8
skörpu átök og þetta mikla manngildi og
hugsjónir, sem ákveðinn hluti forystunnar og
bræðralagið þeirra á milli sýndi? A þetta
minnast þeir fyrst og fremst. En við hverja
eru þeir líka að berjast? Þeir eru að berjast
við svokallaða hvítliða, stundum eru hvítlið-
arnir hluti af hreyfingunni. Þannig að þessi
gullni bjarmi, hann er ekki yfir öllum þessum
tíma.
Réttur: Það er kannski virknin og fórnfýs-
in sem við viljum gjarnan að kæmi fram á
ný, þó við viljum ekki fá afmr þá tíma er
voru forsendan fyrir þessu.
Sigurður: Auðvitað koma þessir tímar
aldrei aftur, en er spurningin ekki sú, hvort
við þurfum ekki að taka upp baráttuna við
hvítliðana í verkalýðshreyfingunni. Þeir eru
til enn þann dag í dag, því miður. I daglegu
tali köllum við þá ekki hvítliða, en það eru
til menn í verkalýðshreyfingunni, sem í allri
afstöðu sinni taka afstöðu með eignastéttinni
og atvinnurekendum. Þetta eru hvítliðar
verkalýðshreyfingarinnar, en við erum hættir
að berjast við þá!
Guðmundur: Eg get tekið undir öll sterk-
ustu lýsingarorðin um gildi baráttunnar á
kreppuárunum og hún hefur gjörbreytt ís-
lenskri sögu meira og minna. En ég er ekki
alveg viss um, að þeir sem nú eru að gagn-
rýna, kannski með réttu, íslenska verkalýðs-
forystu, væru svona mikið kátir, ef það væri
10 ára samfellt atvinnuleysi fyrir kannski
helming stéttarinnar.
Réttur: Það eru ákveðnar þjóðfélagsað-
stæður á kreppuárunum er kalla á mjög
harða og einarða baráttu. Krafan var einföld
í baráttunni, í dag er staðan allt önnur: Þá
var spurningin um brauð á morgun . . .
Björn: — en nú um betra brauð!
Réttur: Já, um betra brauð eða eitthvað
slíkt. En er það ekki ákveðinn kjarni á
kreppuárunum sem fær reynslu og þroskast
og hefur síðan verið kjarninn í forystu verka-
lýðshreyfingarinnar fram undir þessi tíma-
mót.
Björn: Eg vil benda á skemmtilega þver-
sögn þegar við komum inn á þessi mál. Ann-
ars vegar er þessi ljómi yfir kreppuárunum,
sem ég er út af fyrir sig ekki að draga úr, ef
því er lýst svona sæmilega raunsætt. Hins
vegar er ein höfuðgagnrýnin á verkalýðs-
forystuna í dag, er menn ræða um hvað hún
sé ómöguleg, að ráðandi menn í verkalýðs-
hreyfingunni séu einmitt menn sem hafa alist
upp á kreppuárunum og séu haldnir gamla
kreppuhugsunarhættinum. En auðvitað hlýt-
ur svona ástand eins og hér var á fjórða ára-
tugnum að móta mjög viðhorf og afstöðu
manna.
HVAÐ
UM
AUKINN
LAUNAJÖFNUÐ?
Réttur: í grein sem birtist í Eimreiðinni
nýlega kom fram, að í raun og veru hafi
hlutur lágtekjufólks í þjóðartekjum á OECD-
svæðinu síðustu 25 árin ekki aukist. Lífskjör-
in höfðu batnað vegna þess, að hagvöxturinn
hafði verið það ör að eitthvað af honum kom
í hlut svo til allra hópa, en hlutur þeirra
10—30%, sem höfðu lægstu tekjurnar mið-
að við hluta þeirra sem mestar tekjurnar
höfðu, hann hafði ekki breyst. Hlutföllin
höfðu ekki raskast, ekki breyst láglaunafólki
í hag, nema í Svíþjóð og Danmörku. I þessu
sambandi er hægt að spyrja, hvað gerist á
8