Réttur


Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 54

Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 54
og þess sem fólk finnur brenna á baki sér. Af þessu stafar pólitisk viðkvæmni: sérhverri róttækri andstöðu er lýst sem ógnun við lýðræði, þingræði og við „hreyfinguna". I lok þesarar berorðu greinar segir að þær end- urbætur á aðstöðu fólks á vinnustað sem vænta megi i kjölfar lagafrumvarps og fyrir viljayfirlýs- ingar verkalýðssamtaka eigi að spretta fram úr ein- lægum pólitiskum vilja til að umbreyta tilveruskil- yrðum fólks í grundvallaratriðum. Þetta eigi að vera miklu meira en aðlögun að nýrri tækni. Til þess þarf að setja sér nákvæmari og innihaldsrikari markmið en unnt er að koma fyrir í lagagreinum eða í álitsgerðum opinberra nefnda. Það ætti td. að setja fram ákveðnar mælitölur um það, hvernig bæta skal andrúmsloft á vinnustað þannig að fólk þurfi ekki að taka sér veikindafri vegna raunveru- legs sjúkleika. Svo segir hann raunar dálitið meira, en rétt er að fresta því um stund og snúa sér að öðru, koma svo aftur að þessari kvöldblaðshug- leiðingu síðar. Meðákvörðunarréttur í atvinnulífinu Ríkisstjórn Svíþjóðar með jafnaðarmannaflokkinn og alþýðusambandið á bakvið sig stefnir að þvi að lögfesta ákvæði um skerðingu á vinnustaðar- stjórn atvinnurekenda frá og með næstu áramót- um. Löggjöf um þetta efni hefur lengi verið í und- irbúningi, um hana hefur verið ályktað í stjórnmála- félögum og verkalýðsfélögum og ótal nefndir hafa fjallað um málið, bæði að hálfu samtaka og hins opinbera. 19. janúar í vetur kynnti sænski vinnu- málaráðherrann fullbúið frumvarp til „laga um með- ákvörðunarrétt í atvinnulífinu", en svo heitir mikill bálkur um samtaka- og samningsrétt launafólks, um kjarasamninga og sættir í vinnudeilum. Er þarna steypt saman í eitt eldri lögum um þessi atriði og býsna ítarlega kveðið á um hlutina eins og sést af lengdinni einni, lögin eru prentuð á 450 síðum! Mest nýjung þykir að 32. grein frumvarpsins, en þar segir að verkalýðsfélag eða starfsmanna- hópur geti krafist sérstaks samnings um með- ákvörðunarrétt til hliðar við kjarasamninginn sjálf- an. Meðákvörðunarrétturinn tekur til mála sem snerta verkstjórn og skiptingu verkefna, ráðningu og uppsögn starfsmanna, svo og „um reksturinn að öðru leyti". Svo vill til að eldri ákvæði um þetta voru einnig í 32. grein, þó að vísu hvergi i landslögum heldur í félagslögum sænska atvinnurekendasambandsins. Þau hafa hingaðtil verið mótandi um samskipti verkalýðs og atvinnurekenda að þessu leyti, og eru þau stutt og laggóð: „I almennum kjarasamn- ingum skal kveða á um, að vinnuveitandinn hafi rétt til að ráða starfsmenn og segja þeim upp eftir eigin vild og hann hafi einnig einhliða rétt til verk- stjórnar og skiptingar verkefna". Þetta hefur staðið óbreytt í rétt 70 ár: árið 1906 keypti sænska al- þýðusambandið viðurkenningu atvinnurekenda á rétti verkamanna til eigin samtaka gegn því að sætta sig við þessi ákvæði um alræði atvinnurek- enda á vinnustað. Nú loks, að 70 árum liðnum og eftir 40 ára ríkisstjórn jafnaðarmanna, þykir kom- inn tími til að innleiða einhverskonar „samsteypu- stjórn" i málefnum vinnustaða og fyrirtækja. Ákvæði lagafrumvarpsins um meðákvörðunarrétt nær undantekningarlaust til allra launþega, hvort sem þeir vinna hjá stórum atvinnurekendum eða smáum, og er sama hvers eðlis atvinnureksturinn er. Tilaðmynda eru verslanir, viðskiptabankar og tryggingarfélög ekki undanskilin, og raunar ekki heldur fyrirtæki og stofnanir hins opinbera, svo sem útvarp, seðlabanki, háskólar eða sjúkrahús. Hinsvegar er gert ráð fyrir því að sett verði sérstök túlkandi ákvæði um það hvernig með skuli fara, þegar meðákvörðunarréttur starfsfólks í opinberri stofnun rekst á valdssvið hinnar pólitísku yfirstjórn- ar hennar. Þvi að auðvitað er það ekki ætlunin — segja sænskir jafnaðarmenn — að vinnustaðarlýð- ræðið byggi pólitísku lýðræði út. Launþegar eiga að geta látið að sér kveða í öll- um þeim málum sem snerta sambúð þeirra við at- vinnurekendur, og það er verkalýðsfélagsins að krefjast samnings um meðákvörðun. Verði ekki samkomulag milli aðila um gerð slíks samnings, getur verkalýðsfélagið gripið til allra venjulegra aðgerða við að knýja fram samning, þar á meðal verkfalls, enda þótt kjarasamningur sé i gildi gagn- vart atvinnurekandanum. Nú kemur upp deila um túlkun á samningi um meðákvörðunarrétt milli aðila, og gildir þá skilningur verkalýðsfélagsins uns vinnudómstóll hefur kveðið upp úrskurð. Því aðeins að sérstakar ástæður séu fyrir hendi eða neyðarástand nýtur atvinnurekandi forréttinda um túlkun á samningsákvæðum. Sé túlkunarforréttinum 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.