Réttur


Réttur - 01.01.1976, Side 40

Réttur - 01.01.1976, Side 40
Björn: Það er náttúrlega þó nokkuð mikið annað að fást við atvinnurekstur þar sem svo litla fjárfestingu þarf eða þar sem þarf hundr- uð miljóna króna. Sigurður: Þarna kemur fram misskilning- ur hjá þér. Við lendum allir í þessum mis- skilningi. Fólk heldur að það sé óskaplegur galdur að standa undir atvinnurekstri á Is- landi. Það þurfi óhemjulegt fjármagn. En yfirleitt er þetta nú þannig að það er ríkis- valdið sem á þetta fé sem er notað. Bjðm: Ja, þú verður að ná fjármagninu einhvern veginn, annaðhvort að láni eða á annan hátt. Sigurður: Eg vil aðeins bæta því við að samvinnufélög eru að verða til í fleiri grein- um en rafvirkjun; trésmiðir eru búnir að taka upp svona samvinnufélag. Eg viðurkenni að það er vissulega mikill munur á þessum þjón- usmgreinum og hinum stóru undirstöðuat- vinnugreinum, en engu að síður held ég að það sé höfuðatriði að verkalýðshreyfingin marki sér skýra stefnu í þessum málum um hugsanlega eignayfirtöku verkafólks á at- vinnutækjum. EFLA ÞARF FRÆÐSLUSTARFIÐ Réttur: Eigum við þá ekki að kíkja á fræðslumálin. Er ekki þar býsna snöggur blettur á starfi verkalýðshreyfingarinnar? Björn: Eg álít að aukin fræðslustarfsemi eigi að vera forgangsmál fyrir verkalýðshreyf- inguna og grundvallaratriði til þess að hún geti gert aðra hluti þannig að lag sé í. Við höfum nú haft uppi á síðustu árum svolitla tilburði í þessa átt hjá heildarsamtökunum, en það er allt of smátt í sniðum ennþá. Þó að þetta hafi verið lítið sem við höfum getað gert vegna fjármagnsskorts og fleira verður maður greinilega var við árangurinn. Um hann er ekki að villast. Það kemur manni ánægjulega á óvart hvað fræðslustarfseminni er vel tekið og hvað það er auðvelt að fá góða þátttöku í þessu. Og fræðslustarfið er ekki einasta mikilvægt til þess að ala fólk upp til forustustarfa, það er einnig almennt mikilvægt til þess að verkalýðshreyfingin geti á hverjum tíma tekið réttar ákvarðanir. Fræðslustarfsemin er hvernig sem það er skoðað algert grundvallaratriði. Réttur: Getið þið nefnt dæmi um það hvernig þessi starfsemi hefur hingað til kom- ið að beinum notum? Björn: Maður getur nefnt dæmi um að það er mikið um að fólk sem hefur aldrei látið mál til sín taka í félögunum kemur alveg endurnýjað af þessum námskeiðum og tekur forystuna. Það er annars skemmtilegt á þessum námskeiðum að forustumennirnir í verkalýðsfélögunum sem oft eru leiðbein- endur læra margt á þeim; nemendurnir kenna kennurunum ekkert síður en á hinn veginn. Réttur: Hvernig er með kostnað af dvöl einstaklings í Olfusborgum? Aðalheiður: Yið höfum haft það þannig að við höfum borgað stúlkunum kaupið sem þær missa, upp í dvalarkostnað. Björn: Við erum með kröfu um að við fáum smáprósentu í fræðslusjóðina í kjara- samningunum núna. Eg veit ekki hvort það gengur. En allavega vantar okkur fjármagn, og það er algert siðleysi af ríkisvaldi í þjóð- félaginu að neita því fólki sem stendur undir öllu menntakerfinu um örlitlar upphæðir til dæmis í einn skóla sem rekinn er í námskeið- 40

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.