Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 60
Chou-En-lai í hópi námsmanna í Þýskalandi árið
1922. X er yfir Chou.
ásamt Mao og Chou aðalleiðtogi — og einn
besti hershöfðingi — kínverska flokksins.
1923 mun Chou hafa haldið heim á leið
um Moskvu, átt þar tal við Bucharin og
Sinovjef og kemur 1924 til Kína. Upp frá
því er saga hans í hálfa öld samrunnin sögu
kínverska flokksins: aldarfjórðungur hættu-
legustu byltingarbaráttu (1924—49), þar
sem líf hans sífellt hangir á veikum þræði,
— aldarfjórðungur æðstu valda stærstu þjóð-
ar heims, þar sem hann ásamt Mao mótar
sögu hennar og heimsins. Skal nú aðeins
minnst á örfáa atburði:
Það er Chou, sem er sendur inn í Shang-
hai 1927 áður en Suður-her Chang-Kai-Sheks
kemur. Chou skipuleggur allsherjarverkfall
hundruð þúsunda verkamanna í Shanghai 21.
mars og verkamenn taka svo borgina á vald
sitt. I apríl svíkur svo Chang kommúnistana
í tryggðum, lætur myrða þá þúsundum sam-
an í Shanghai. Chou er og hnepptur í fang-
elsi og bíður dauðans, er skólabróðir hans í
hernum hjálpar honum til að flýja.
Chang-Kai-Shek setur 80.000 dollara til
höfuðs Chou-En-lai!
I „göngunni löngu" — 12 þúsund kíló-
metra herferð um fjöll og firnindi— frá
september 1934 til október 1935 — tekur
Mao við forustu flokksins og hin ævilanga
samvinna þessara tveggja ólíku leiðtoga,
Mao’s og Chou’s, sem bæta hvorn annan svo
vel upp, hefst og rofnar aldrei. — I saman-
burði við gönguna löngu var herferð Hanni-
bals yfir Alpana skemmtiganga ein, segir
Edgar Snow. — Frá Yenan, hellnaborg
kommúnista, er nú hafin hin djarfa, víð-
feðma þjóðfylkingarstefna kínverskra komm-
únista gegn japanska innrásarhernum.
Þegar þjóðhollur hershöfðingi úr her
Chang-Kai-Sheks tekur hann höndum í des-
ember 19.36 og hótar að drepa hann, þá er
það Chou-En-lai, sem bjargar lífi jx:ssa fas-
istaleiðtoga og kommúnistaböðuls: fær Chang
til að fallast á samstarf gegn innrásarhernum
og sannfærir uppreisnarmennina um að
sleppa honum
Þegar þeir Mao og Chou leggja til atlögu
við Chang-Kai-Shek gegn ráðum Stalíns, —
sem vildi láta þá semja við þennan banda-
mann amerísks auðvalds, — og leiða bylting-
una til sigurs 1949, verður Chou forsætis- og
utanríkisráðherra Kínaveldis, er mótar hina
sjálfstæðu stefnu þess: bandalagið við Sovét-
ríkin, friðarsamninga í Kóreu 1953 og sér-
staklega samstarf Kína við nýfrjálsu ríkin
á Bandungráðstefnunni 1955.
Chou-En-lai á höfuðþátt í samningnum
um stríðslok Frakka í Víetnam 1957 á fund-
inum í Genf. Þar mættust kínversk kurteisi
og amerískur hroki á táknrænan hátt, er hinn
siðfágaði fulltrúi hámenningar heims, Chou-
En-lai, réttir ameríska utanríkisráðherranum
hönd sína til að heilsa honum og hinn menn-
60