Réttur


Réttur - 01.01.1976, Page 20

Réttur - 01.01.1976, Page 20
upp á lágmark kringum 20% og allt upp í milli 40 og 50%. Eg tel að þeir samningar hafi að ýmsu leyti verið hæpnir og svo kemur það ofan á annað, að þróunin í okkar verð- lagsmálum verður mjög óhagstæð í kjölfar þessara samninga. Þá fer kúrvan að detta niður á við og ég þarf ekki að rifja það upp hér, hvernig það endaði. Kannski má segja að mesti veikleiki vinstri stjórnarinnar hafi verið sá, að hún hugsaði raunverulega aldrei um efnahagsmálin; það var bara reiknað með, að þeir hlutir myndu dankast! AÖalheiðitr: Er ekki reiknað með því enn? Björn: Jú, það er nú ansi gróið við okkur íslendinga yfirleitt að veðja á það að hlut- irnir slampist, en þarna var virkilega stílað á það með febrúar-samningunum 1974. Sigurður: Guðmundur minntist á það áðan, að gengisfellingar væru tæki stjórn- valda til þess að eyðileggja það sem áunnist hefði í samningum. Nú segir þú Björn, að það hafi verið erfiðleikar hjá stjórninni að halda samningana frá 1971 og að haustið '12 hafi verið að störfum svokölluð „vai- kostanefnd". Hún var ekki búin að skila af sér þegar þingið sat að störfum, en menn vissu það flestir að þarna voru menn að deila um og velta fyrir sér nokkrum leiðum, m.a. gengisfellingu er kom nokkrum vikum síðar. Þetta var allt að ske þegar þingið var að störfum. Ef ég man rétt, þá ályktaði þingið ekki skýrt og skorinort gegn þessari leið, enda var hún valin síðar af stjórnvöldum, þó að vísu með einhverjum átökum innan stjórnar- innar. Það sem ég vil spyrja um er: Hefði ekki ASI einmitt þarna undir þessum kringum- stæðum átt að styðja þá aðila er vildu fara aðrar leiðir, því væntanlega eru allir í verka- lýðshreyfingunni sammála um, að gengisfeil- ing er einhver óheppilegasta leiðin og einmitt aðferð stjórnvalda til að færa kjörin niður. Björn: Við skulum ekki alveg gleyma þeim skilmerkilegu leiðum sem „valkosta- nefndin" gerði grein fyrir. Herinar niður- staða var að gengisbreytingin væri sá hlutur, sem væri skástur, einmitt fyrir launastéttirn- ar. Með hliðsjón af því, að þessi gengisbreyt- ing var gerð, öfugt við það sem allar gengis- breytingar höfðu verið gerðar fyrr o<t síðar á Islandi, þannig að verkalýðshreyfingin fékk fullar bætur fyrir þær verðlagsbreytingar sem urðu af gengisbreytingunni, þá er það mín skoðun að hún hafi verið skársta leiðin þarna, eins og á stóð, miðað við hvernig hún var framkvæmd. Það getur auðvitað ekki verið neitt boðorð hjá okkur að gengi íslensku krónunnar verði ævinlega hið sama. Það verður að ráðast af ýmsum forsendum sem gengismál verða að lúta. Eg held að eins og þessi gengisbreyting var framkvæmd, þá hafi hún verið léttbærust fyrir almenning. Það voru sumir á því að niðurfærsluleiðina ætti að fara og mér er kunnugt um, að það var rætt í flokkunum og fram komu tillögur þess efnis í flokkum, er að stjórninni stóðu. Aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar og reyndar ráðgjafi núverandi stjórnar líka, Jón Sigurðs- son, orðaði það þannig, að niðurfærsluleiðin væri allsherjar svínarí gagnvart fátækasta fólkinu í landinu. Eg verð að játa það, að ég er sömu skoðunar, miðað við þær aðstæð- ur er þarna voru. Rétt er að minna á það, að skömmu eftir þetta, kom bati í okkar afurðasölu þannig, að það var hægt að hækka gengið aftur og gengisbreytingin niður á við stóð mjög skamman tíma. Þá var líka lýst yfir, að það yrði fylgt skráningu sveigjanlegs gengis. Þetta breytir því auðvitað ekki, að almennt hafa gengisbreytingar verið notaðar eins og Guð- mundur lýsti því. 20

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.