Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 64

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 64
NEISTAR FOUYSTUHLUTVERK Ég tel að Dagsbrún hafi enn sem fyrr mjög veigamiklu for- ystuhlutverki að gegna, og þá fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni þeirra lægst laun- uðu í þjóðfélaginu. Barátta Dagsbrúnar á næstu árum hlýt- ur ekki hvað síst að beinast að því, að koma í veg fyrir, að í okkar auðuga þjóðfélagi verði til sérstök undirstétt láglauna- fólks. Þá vil ég hér leggja sérstaka áherslu á mikilvægi þess, að hinn almenni verkamaður líti aldrei á sig sem neinn annars flokks þegn í þjóðfélaginu, glali aldrei tilfinningunni fyrir rétti sínum, heldur varðveiti stolt stéttar sinnar, það stolt, sem best hefur dugað í allri jafnrétt- isbaráttu verkalýðsstéttarinnar, og sem engu minni þörf er á að varðveita í dag en var á frumbýlingsárunum. MEGINVERKEFNIÐ Meginverkefnið verður áfram að vera fyrst og fremst starfið á meðal fjöldans, og það má aldrci glevmast að verkalýðs- hreyfingin er fjöldahreyfing. Hætti hún að vera það, verður hún ekki lengur það afl í þjóð- félaginu, sem verið hefur og vera ber. Vissulega er hætta á því, að hin margvíslegu nýju þjónustuverkefni, verði til þess, að draga úr lifandi fjöldastarfi og þar með baráttuhæfni sam- takanna. Þess hafa sést merki. En verkalýðshrcyfing. scm ckki er lengur fjöldahreyfing. getur aldrei vcrið starfi sínu vaxin. STERKASTA FRAMÞRÓUNAUAFLIÐ Það er vissulega erfitt, að gera ungu fólki á íslandi i dag ljósa grein fyrir þeim óhenijumiklu umskiptum. sem hér hafa orðið í öllum atvinnuháttum og hvað varðar lífskjör fólksins í land- inu. Fram undir síðustu alda- mót var þjóðlíf á fslandi að kalla má í þeim skorðum, sem verið hafði í þúsund ár. í öllum þeim byltingarkenndu brcytingum, sem síðan hafa gerst, þá hefur verkalýðshreyf- ingin tvímælalaust verið sterk- asta framþróunaraflið. Kröfur hennar um bætt lífskjör og aukna möguleika alþýðu til menningar- og félagslífs hafa verið sterkasti hvatinn í fram- þróuninni, og löngum knúið ráðandi öfl í þjóðfélaginu til þeirra framfara, sem orðið hafa. ÞEIR ÞURFA AO HAFA í HUGA Það er hins vegar mitt álit, að þeir sem taka að sér trúnaðar- störf í verkalýðshreyfingunni, — og það á við á hvaða tima sem er — þeir þurfi að hafa í huga og tileinka sér nokkur grund- vallaratriði . í fyrsta lagi þurfa þeir að afla sér þekkingar á sögu verka- lýðshreyfingarinnar, bæði hér á landi og hinnar alþjóðlegu hreyf- hrcyfingar og byggja þannig á fcnginni reynslu. Þcir þurfa jafnframt að þekkja til hlitar það þjóðfélag. sem við lifum og störfum í, og einnig að þekkja hvert einstakt mál, sem við er að fást. Til þess að forystumenn í verkalýðshreyfingunni geti veitt fjöldanum nægilega markvissa leiðsögn þurfa þeir sjálfir að þekkja til hlítar hið stéttarlcga eðli okkar þjóðfélags og kunna að beita fræðikenningu sósíal- ismans til úrlausnar á viðfangs- efnum i bráð og lengd. Verkalýðshreyfing, sem ekki er sósíalísk, gctur aldrei verið sú markvissa fjöldahreyfing, sem alþýðan þarf á að halda. Dægur- baráttan getur aldrei orðið mark- mið í sjálfri sér .heldur aðeins þáttur í víðlækri baráttu, sem beinist að því að tryggja alþýð- unni völdin í landinu, setja manninn i öndvegi í stað auð- magnsins. Verkafólk og allir þeir, sem að hagsmunum þess vinna, eiga í höggi við sterkan andstæðing, scm hefur ráðin yfir atvinnu- tækjunum og fjármagninu. Það sem við höfum á móti er sam- staða fjöldans og þrotlaust starf hinna mörgu fyrir verkalýðssam- tökin. í þeim efnum verður hver og einn fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfs sín. Þau viðhorf, sem ég hef hér að lokunt minnst á, eru að mínu viti forsendur þess, að menn get.i skilaö góðu starfi í fjöldabar- áttu verkalýðshreyfingarinnar. Eðvarð Sigurðsson, form. Dagsbrúnar, afmælisviðtal. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.