Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 19
„Mér finnst nú eiginlega verkalýðshreyfingin öllu verri við vinstri stjórnir, en hún er við hægri stjórnir."
kröfuharðir við hana, og þannig átt þátt í
falli hennar, — það kann vel að vera, en á
þessu umrædda ASI-þingi var nú ekki gengið
lengra í beinum kjarabótum en það, að undir
lok ályktunarinnar um kjaramál segir að
það sé „skoðun þingsins að um sinn séu það
meginverkefni verkalýðshreyfingarinnar að
vernda þann árangur, sem náðst hafði í kjara-
málum í tvennum síðustu kjarasamningum,
þ.e.a.s. 1970 og 1971.'' Við vissum það 1971,
að það var teflt á ákaflega tæp vöð, að það
væru hagfræðilegar forsendur fyrir þeim
samningum. Það voru miklir samningar með
14% kauphækkun, að vísu á nærri tveimur
árum, en við það bættist stytting vinnuvik-
unnar og ýmis smærri atriði. Ég tel að svo
hafi verið og það viðurkennir raunverulega
þetta ASI-þing með ályktun sinni, enda var,
þegar þingið var haldið, farið að bera á erfið-
leikum hjá ríkisstjórninni að standa við þessa
kjarasamninga.
Hitt má aftur segja, þegar samið var 1974,
að þá var gengið töluvert lengra í kaup-
hækkunum en ríkisstjórnin taldi vera grund-
völl fyrir. Við vorum þá að vísu á öldufaldi
hagstæðrar verðlagsþróunar og það augna-
blik var gripið. En samt sem áður var það
skoðun stjórnarinnar þá, að það væri ekki
grundvöllur fyrir nema svo sem 10% kaup-
hækkunum. Samningarnir hljóðuðu í mars
19