Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 21

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 21
Guðmundur: Þegar rætt er um samskipti verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórna, þá vildi ég aðeins áður víkja að því sem við byrjuðum á, það er ljómanum frá kreppuár- unum. Það sem ég tel að skorti nú, sem áður var og við höfum kannski vonað og vænst, það sem á að fylgja allri verkalýðshyggju, það er óskin um betra og réttiátara þjóÖré- lag. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því, að þessi draumsýn og hugsjón, sem hefur verið aflgjafnn í verkalýðshreyfingunni, hún hefur látið mikið undan síga fyrir tíma- bundnum aðgerðum ýmiss konar, t.d. rekum við okkur á það í sambandi við stjónarmið — „bara að þessi hópurinn nái þessu' o. s. frv.! Þegar við metum árangurinn af baráttu hreyfingarinnar, þá má líta aftur til krepp- unnar og atvinnuleysisins og athuga síðan, hvað verkalýðsbaráttan hefur gjörbreytt ís- lensku þjóðlífi, íslenskri sögu og þróun. Þeg- ar nýsköpunarstjórnin starfaði 1944—46, þá var íslenskt atvinnulíf, allir þættir þess end- urnýjaðir. Ef þetta hefði ekki átt sér stað, þá hefði komið atvinnuleysi mjög snarlega eftir stríð. A vinstristjórnarárunum 1956—58 voru gerðar margar umdeildar þjóöféiagslegar aö- gerðir, en engu að síður urðu þær til þess að íslenskt atvinnulíf fékk eins konar vítamín- sprautu. Það er enginn vafi að framleiðslu- möguleikar íslensks þjóðfélags gjörbreyttust. Sama má segja um síðustu vinstri stjórn; endurnýjun atvinnutækjanna gjörbreytti at- vinnulífi landsbyggðarinnar allrar. I þessu liggur árangur sem kannski sæist best, ef þessi endurnýjun hefði ekki átt sér stað, at- vinnulega. Þegar svona vinstri stjórnir sitja, sem eru kannski vinstri aðeins að hluta, þá er villandi að tala um einhverja möguleika á þjóðfélags- legum byltingum. Fremur eru það ákveðnar aðgerðir, eins og ég hef t.d. nefnt, sem gera gæfumuninn, en þar hefur verkalýðshreyfing- in ekki verið nægilega taktföst við ríkisstjórn- ina. Verkalýðshreyfingin á ekki að láta vinstri stjórnir leiða sig, þó hreyfingin afsali sér kröf- um! hún verður náttúrlega að vera svipa og samviska viðkomandi ríkisstjórnar. Hins veg- ar held ég, að það hafi viljað brenna við t.d. 1974 að verkalýðshreyfingin hafi verið of skammsýn. Með því er ég ekki að segja að vinstri stjórnin hefði orðið mikið langlífari, því ég tel að það hafi verið ákveðinn veik- leiki innan hennar, þar sem var hin sterka staða Framsóknarflokksins. Eg er heldur ekki að segja, að það hafi ekki verið réttlætanlegt að setja fram kröfur um ákveðnar kauphækk- anir. Heldur tel ég, að það hefði verið betra að nánara samstarf hefði verið milli verka- lýðshreyfingarinnar og vinstri stjórnarinnar. Þá má líka benda á að þá eru það verkalýðs- félögin undir stjórn hægri manna, sem setja fram langsamlega hæstu kröfurnar og þar er í sumum tilfellum beint samband við at- vinnurekendur, en þeir vildu ganga að ein- hverjum ákveðnum kaupkröfum til að knýja fram sprengingar á verðlagi. Sigurður: Þarna eru hvítliðarnir, samband við atvinnurekendur! Guðmundur: Það skiptist nú kannski ekki alveg svona hreint. Þeir bjóða í sumum til- fellum betur í trausti þess að geta sett vinstri stjórn stólinn fyrir dyrnar. Eg er ekki á því að það sé hægt að sýkna verkalýðshreyfing- una. Eg held að í mörgum tilvikum þá hafi ráðið þar skammsýni og ríkisstjórnina geri ég ekki almáttuga í þeim efnum. Þarna hefði betur farið, ef samstarf hefði verið nánara, þó kauphækkun hefði verið minni og ýmsar félagslegar aðgerðir í þjóðfélaginu meiri, sem tryggðu betur þá lægst launuðu. Eg held að þetta hafi verið afdrifarík mistök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.