Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 16
„Konan er alltaf að verða stærri og stærri hluti afþessum lægst launuðu stéttum; konurnar eru þetta
ódýra vinnuafl."
VERKAKONUR
OG
MISRÉTTIÐ
Réttur: Telur þú Aðalheiður, ef skipu-
lagið yrði miðað við vinnustaðinn sem grund-
völl, að kjör og aðstaða verkakonunnar frek-
ar batnaði og þessi leið gæti orðið sigur-
stranglegri í viðureigninni við misréttið?
Aðalheiður: Jú, ég álít það, því við rek-
um okkur óhugnanlega á þennan stéttamis-
mun sem Guðmundur var að tala um. Sókn-
arkonur verða illilega fyrir þessu.
Guðmundur: Þið hafið ekki aðgang að
barnaheimilum sjúkrahúsa og þess háttar?
Aðalheiður: Nei, við fáum það ekki og í
mörgum tilfellum verðum við að borða lang-
ar leiðir frá þeim er hafa eitthvað hærri
stjörnu!
Björn: Verður ekki að ávarpa eftir ein-
hverjum sérstökum reglum?
Aðalheiður: Jú, yfirlæknir t.d., hann talar
aðeins við yfirhjúkrunarkonu og síðan geng-
ur röðin niður, þangað til það er komið nið-
ur í Sóknarkonuna.
Þetta er eiginlega svo ljótt ástand, að það
er nauðsynlegt að fara að taka þetta til athug-
unar. Við þessar Sóknarkonur erum notaðar
16