Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 30
ekki af hálfu félagsforustunnar gefið nógu öfJugt andsvar við þeim áróðri sem sífellt dynur yfir. Það er enginn vafi á því að það er hægt að finna afsakanir, það geta starfs- menn flestra félaga gert með því að þeir séu yfirhlaðnir störfum en engu að síður er liér komið að ákaflega veikum hlekk í starfsemi flestra félaga. Og gagnrýnin á þessa þætti er sprottin af fólki í félögunum, sem hefur já- kvæð viðhorf til þeirra og verkalýðsbarátt- unnar. VASAST f OF MÖRGU Róttur: Vinnustaðafundirnar eru lykilatriði — okkur heyrist að þið séuð öll sammála um það. Björn: Það er áreiðanlega margt sem mætti nefna. Mér dettur nú í hug þjónusta blaðanna, þe. þeirra blaða sem hægt er að gera einhverja kröfu til, gæti nú kannski verið meiri. Til dæmis bæði frá vinnustöðum og í verkalýðshreyfingunni o. s. frv. . . . Guðmundur ].: Þar kvarta blaðamenn yfir því að erfitt sé að fá upplýsingar og sam- band við forustumenn félaga og þeir segja að það sé eins erfitt að ná í forustumenn verkalýðsfélaganna og talsmenn ríkisstjórn- arinnar. Réttur: Það er rétt hjá Guðmundi, en þetta er einstaklingsbundið í verkalýðshreyfing- unni, en við gætum gert miklu meira af því að færa vandamál fólksins á vinnustöðunum til lesendanna í blöðunum. Það er líka vond tilhneiging í fjölmiðlum að þurfa alltaf að tala við Síemsen sjálfan í stað þess að reyna að sýna einhverja breidd í viðhorfum og sjón- armiðum. Og það kemur líka til í þessu sam- bandi að verkalýðshreyfingin er ekki eins ötul að koma sínum málum á framfæri og öll þessi torfusamtök í þjóðfélaginu sem ein- lægt eru að ýta á hlutina með fréttatilkynn- ingum. Aðalheiður: Er ekki vandamálið það að forustumennirnir í verkalýðshreyfingunni eru að vasast í alltof mörgu og hafa því ekki tíma til þess að sinna þessum mikilvægu tengslum. Björn: Ég segi nú til dæmis fyrir mitt leyti að þegar við stöndum í samningum kannski mánuðum saman þá er ekkert annað til i heiminum fyrir okkur. Þetta tekur allan manns kraft og maður hefur bara ekki þrek til þess að hafa frumkvæðið að svona hlut- um. Réttur: Þið hafið reynt talsvert vinnustaða- fundi í Sókn er það ekki, Aðalheiður? Aðalbeiður: Ég er nú ekkert kunnug því, en ég reyndi talsvert með starfshópa og mér fannst það ákaflega gott. Þetta voru konur á hverjum spítala sem komu og við sátum saman kvöldstund og spjölluðum um félags- málefni og slíkt, og mér fannst þetta ákaf- lega gott svo langt sem það nær. Ég held að það sé hjá okkur til þess að gera nokkuð góð aðstaða til þess að halda fundi á vinnustöð- unum. Og það hefur aldrei mætt neinni and- stöðu á vinnustöðunum og ég held að það sé ekki mjög erfitt. Af því að við vorum nú að tala um þessa erfiðu hópa þá vil ég minnast á stúlku sem var hjá okkur sem sýndi mikinn dugnað. Hún bjó út dreifibréf og sendi þau eða lét krakkana sína bera þau út og hún þaut með þetta um alla spítala. Þegar fólk sýnir svona mikinn áhuga og dugnað þá er auðvitað alveg nauðsynlegt að sinna þessu fóiki og vita hvað hægt er að nýta það. Ég hef nú tekið töuverðan þátt í því að vera með hálfgerðum krökkum þá veit ég 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.