Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 46
HERMANN
JÓNASSON
og upphaf
sjálfstæðisbar-
áttunnar nýju
Hermann Jónasson er fallinn í valinn.
Þar með er horfinn sjónum vorum hinn
síðasti þeirra rismiklu bændahöfðingja, er sú
stétt gaf þjóð sinni og settu svip sinn á sjálf-
stæðisbaráttu vor Islendinga á 19- og 20.
öld. Bændahöfðingja — segi ég — því Her-
mann Jónasson fékk í vöggugjöf stolt og
reisn sjálfstæðrar bændastéttar og ólst upp
undir sterkum áhrifum íslenskrar sjálfstæð-
isbaráttu. Þær frelsishugsjónir sem í upphafi
aldar mótuðu margan ungan manninn ent-
ust honum og er sjálfstæðisbaráttan breytti
um form og viðureignin hófst við miklu
hættulegri drottnara en Dani.
Þjóð hans fékk á kveðjustund mikið að
heyra um upphefð hans, áhrif og völd, —
en færri vita um vilja hans til að bjarga sjálf-
stæði Islands á örlagastundum þess úr greip-
um þeirra heimsvelda, er girntust það, hvort
sem um grímulaus ofbeldisríki var að ræða
eða grímuklædd.
Við Hermann höfðum verið bekkjarbræður
í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, skóla-
bræður í Menntaskólanum og verið saman
í áhugafélagi um þjóðfélags- og stjórn-mál
er Röðull hét og starfaði 1920—21 í efstu
bckkjum Menntaskólans og með fyrstu ár-
göngum Háskólans. Við stóðum eðlilega önd-
verðir í harðri stéttabaráttu kreppuáranna. Is-
lenskur verkalýður háði við ríkisstjórn undir
hans forustu ýms hörðusm átök stéttabarátt-
unnar á því skeiði sögunnar, er enn tókst að
beita bændavaldinu í þjónustu borgarastéttar-
innar gegn verkalýðnum. Þá hríðin var hörð-
ust fannst oss oft sem einhverju því brigði
fyrir í fari Hermanns, sem minnti oss á
junkarana þýsku, en hér er hvorki staður né
46