Réttur


Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 6

Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 6
Frá vinstri: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar, Björn iónsson, forseti Al- þýðusambands Islands og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands. sömu réttinda í hvaða flokki sem er. Þá er verkalýðshreyfingin orðin samtök manna úr öllum flokkum. Ég er sannfærður um að skipulagið í lok fjórða áratugsins hafi verið búið að ganga sér til húðar og þá tel ég, að ekki hafi verið undan því komist að breyta skipulaginu í samræmi við tímana. Aðalheiður: Kreppuárin voru ósköp ömur- legir tímar, fátæktin óskapleg og atvinnuleys- ið. Mér finnst samt alltaf fylgja þeim viss sjarmi. Þá gilti það svo mikið að vera eða vera ekki. Þá þurfti svo mikinn kjark til þess að standa í þessu. Það vofði yfir mönn- um atvinnusvipting, ef þeir stóðu við sína sannfæringu. Þarna kynntist maður svo miklu kjarnafólki, sambandið var svo sterkt milli þeirra sem stjórnuðu verkalýðssamtökunum og hreyfingunni, þessari róttæku hreyfingu, það var sterkt samband á milli hennar og fólksins. Þessir tímar vekja alltaf hjá mér, í og með, þrátt fyrir það að mig hryllir við, ef atvinnuleysið og allt sem því fylgdi ætti að ganga yfir okkur aftur; þá er einhver bjarmi yfir þessu í mínum huga. Ég var ung- lingur í Reykjavík á þessum árum og ég var strax byrjuð með þessu fólki. Svona hugsa ég um þetta. Björn: Þetta voru vissulega miklir baráttu- tímar og það er náttúrlega í slíkri harðri bar- áttu, sem gullið skýrist, menn sýna hvað í þeim býr og hvaða mann þeir höfðu að geyma. Slík fórnfýsi sem menn kynnast í þannig baráttu, gleymist ekki og það er auð- vitað alltaf viss ljómi yfir því, þó að heild- 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.