Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 7

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 7
útsendara Sjálístæðisflokksins í verkalýðs- hreyfingunni. Það er nauðsyniegt að Alþýðubandalags- menn geri sér grein fyrir þessari mikilvægu stöðu sinni og starfi samkvæmt því. Alþýðu- bandalagið getur því aðeins eflst sem raun- verulegt sameiningarafl vinstri manna, að það svari kröfum fólksins um harðari bar- áttu. Það er misskilningur að halda að það eflist fremur ef slegið er af sósíalískri stefnu. ASI-þingið sannaði að svo er ekki. Hópur Framsóknarmanna studdi kröfuna um afsögn ríkisstjórnarinnar. Þeir, ásamt ýmsum Al- þýðuflokksmönnum stóðu með Alþýðu- bandalagsmönnum í afgreiðslu tillögunnar um úrsögn úr Nato og brottför hersins. Sú samstaða róttækra manna sem einkenndi þetta þing náðist vegna þess að nú var skorin upp herör gegn íhaldinu. Þau tímamót sem þetta 33. þing ASI markar verða þeim mun þýðingarmeiri, ef hinn róttæki armur verka- lýðshreyfingarinnar fylgir sigri sínum eftir með virku starfi í verkalýðsfélögunum. I þeim hörðu stéttaátökum sem framundan eru mun það skipta sköpum fyrir verkafólkið að sú eining og baráttuvilji, sem einkenndi starf vinstra fólksins á þinginu, verði ríkjandi á- fram. * Ur ályktunum 33. þings ASÍ RÍKISSTJÓRNIN SEGI ÞEGAR AF SÉR 33ja þing Alþýðusambands Islands minnir á að framleiðslukerfi islendinga er að nær tveimur þriðju hlutum í höndum rikis, sveitarfélaga og samvinnu- hreyfingar. Hlutskipti einkaatvinnurekenda er ráðið af alþingi og rikisstjórn ár hvert, og fer oft mestur timi alþingis i þvilíka fyrirgreiðslu. Því er það fyrst og fremst ríkisstjórn og stefna hennar sem ákveða skiptingu þjóðartekna og skera úr um lífskjör launafólks, aldraðs fólks og öryrkja. Núverandi ríkisstjórn hefur ráðist af einstæðri hörku og til- litsleysi á lífskjör launafólks og kemur það harðast niður á þeim sem lakast voru settir fyrir. Er nú svo komið, að lífskjör láglaunafólks munu óvíða í Evrópu vera jafn bágborin og á Islandi i saman- burði við þjóðartekjur. Skiptir meginmáli að allt alþýðufólk geri sér Ijóst að þar er fyrst og fremst um að ræða afleiðingar af stefnu rikisstjórnar og störfum. Stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar boðuðu þver- öfuga þróun í loforðum sínum fyrir síðustu alþingis- kosningar. Ekkert hefur á það reynt, hvort núver- andi stefna stjórnarflokkanna nýtur fylgis meiri- hluta þjóðarinnar. Þess vegna krefst 33ja þing Al- þýðusambands Islands þess að rikisstjórnin segi þegar af sér og boði til almennra þingkosninga, svo að vilji þjóðarinnar kom í Ijós og móti stefnu opinberra aðila. Skorar þingið á launafólk hvar- vetna um land að fylgja þeirri kröfu eftir með mark- vissri baráttu sem sanni i verki að ríkisstjórnin nýtur ekki lýðræðislegs stuðnings við hina þjóð- hættulegu láglaunastefnu sína. Varanlegar og raun- hæfar kjarabætur nást þvi aðeins að í landinu sé rikisstjórn sem hafi eðlilegt og jákvætt samstarf við verkalýðssamtökin ÚR ÁLYKTUN KJARA- OG EFNAHAGSMÁLANEFNDAR Aðalatriði IV. kafla. 33. þing Alþýðusambands Islands lýsir yfir þvi, að nú sé lokið því tímabili varnarbaráttu i kjara- málum, sem staðið hefur nú í rösklega tvö ár. Þingið telur nú svo komið launamálum verkafólks, að með engu móti verði lengur þolað, ef ekki á að verða af varanlegur háski fyrir alla alþýðu manna og þjóðina í heild. Staðreynd er, að laun verkafólks eru nú orðin ein hin allra lægstu í Vestur-Evrópu og vinnutími jafnframt lengri en þar þekkist. Þetta skapar ekki aðeins nauð þeim sem þola verða, heldur einnig geigvænlegar hættur fyrir þjóðfélagið allt. Það er álit þingsins, að þegar í næstu kjara- samningum sé óhjákvæmilegt að hækka verkalaun 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.