Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 11
Verkalýðsstéttin losnar ekki úr viðjum at- vinnuleysisins fyrr en með hernámsvinnunni í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Bar- áttuaðstaða verkalýðssamtakanna batnaði þá til muna. Alþýðusambandið varð hreint verkalýðssamband árið 1942 og það ár er eitt mesta sigurár í sögu hreyfingarinnar. I árs- byrjun setti ríkisstjórnin svonefnd gerðar- dómslög er lagði bann við kauphækkunum og verkföllum. Þessi lög braut hreyfingin á bak aftur með svonefndum „skæruhernaði", þ.e. með hópsamtökum á vinnustöðum. Um haustið náðust samningar þegar lögin voru orðin ómerkilegt pappírsgagn, samningar er viðurkenndu átta stunda vinnudag á Islandi, hækkuðu kaupið um nær 50% og samið var um 12 dága orlof með orlofsfé er nam 4 prósentur af kaupi. — Um þann sigur segir Eðvarð Sigurðsson í 50 ár aafmælis- riti Verkamannafél. Dagsbrúnar: „Stærsti áfangi er náðst hefur í kjarabaráttunni í allri sögu Dagsbrúnar." — Samhliða þessum sigri í kjarabaráttunni vinna stjórnmálaflokkar verkalýðsins, einkum þó vinstri armurinn, stórsigur í alþingiskosningum er kemur á valdajafnvægi í íslenskum stéttastjórnmálum milli verkalýðsflokkanna og borgarastéttar- innar. — Tveim árum síðar ná þessi and- stæðu öfl samstöðu um ríkisstjórnarmyndun er lagði grundvöllinn að nýsköpun íslensks atvinnulífs, og olli lífskjarabyltingu er bætti afkomu launastéttanna á eftirstríðsárunum. Talið er að árið 1947 hafi kaupmáttur tíma- kaupsins verið 55% meiri en hann var árið 1938. En við það má bæta að árið 1947 var næg atvinna fyrir alla og komið hafði verið á allvíðtækum alþýðutryggingum. — Tíma- bilið 1942—47 var sóknarskeið í sögu ís- lenskrar verkalýðshreyfingar, en að því loknu tekur við langvinn varnarbarátta, glíman við verðbólguna, sem verkalýðsstéttin stendur enn í. í þeirri baráttu stóð verkalýðs- hreyfingin höllum fæti, einkurn fram til 1955, enda voru þá erjur kalda stríðsins inn- an hreyfingarinnar sjálfrar. Erfið og víðtæk verkföll voru háð t. d. árið 1949, 1951, og 1952. — En 1955 á verkalýðshreyfingin í sex vikna verkfalli og sigrar: Þá náðist tals- verð kauphækkun, orlof var lengt í 18 daga og knúð var fram, að alþingi setti lög um atvinnuleysistryggingar. Það var á þessum árum 1950—1955 sem víðtæk samstaða tók að myndast milli helstu verkalýðsfélaganna um samflot í kjarasamn- ingum. Verkföllin 1952 og 1955 eru ef- laust ein víðtækustu og hörðustu verkföllin í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingarinnar. Þá voru gerðar tilraunir til að brjóta hreyfing- una og samstöðuna niður en áþreifanlega sannaðist það í sex vikna verkfallinu 1955 að samstæða og samstillta hreyfingu er ekki hægt að beygja. S.l. tutmgu ár frá 1956—76 hefur það sett sinn svip á samskipti alþýðuhreyfingarinnar við atvinnurekendur að ríkisvaldið blandar sér meir inn í alla samningagerð og hefur jafnframt beitt valdi sínu til að gera að engu nýgerða samninga með efnahagsráðstöfunum er rýra kaupmáttinn aftur. Frá því Alþýðusambandið var gert að hreinu verkalýðssambandi og skilið frá Al- þýðuflokknum 1942 hefur sambandið verið í reynd heildarsamband íslenskra verkalýðs- félaga. Það telur nú um 47 þúsund félags- menn er skiptast í átta landssambönd og 50 verkalýðsfélög með beinni aðild. En mikið hefur hreyst á 60 árum launafólki í hag: í stað ótakmarkaðs dagvinnutíma, kaup- greiðslu í vöruúttekt og réttindaleysis er kom- inn 8 stunda dagvinna, eftir- og næturvinnu- greiðslur, ásamt afmörkuðum kaffitíma, kaupgreiðslu í peningum og ýmsum félags- legum réttindum. í stað lítils atvinnuöryggis og snapvinnu 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.