Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 42
flokkurinn miðstöðinni til alla nauðsynlega aðstöðu. Miðstöðin hefur fastan starfsmann í hluta úr starfi eða fullu starfi eftir því sem þurfa þykir hverju sinni. 4. gr. Stjórn: Stjórn fræðslumiðstöðvarinnar er skipuð 5 mönnum sem skulu kosnir til eins árs í senn á landsfundi eða flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins. Þeir skipta sjálfir með sér verk- um. Stjórnin mótar miðstöðinni stefnu og stýrir veigamestu málum, en starfsmaður sér um daglega stjórn og rekstur miðstöðvarinn- ar. 5. gr. Fjáröflun: Auk tekna sem fræðslumiðstöðin fær frá flokknum samkvæmt fjárhagsáætlun hans tekur hún gjöld fyrir þau námsgögn sem hún útbýr og útvegar. Greinargerð Flokksráðsfundur 1975 samþykkti að kjósa 5 manna nefnd til að vinna að undir- búningi stofnunar fræðslumiðstöðvar. I nefndina voru kjörnir: Auður Styrkársdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Olafur R. Einarsson, Sigurður Magnússon og Þorsteinn Vilhjálms- son. Nefndin hélt nokkra fundi s.l. vetur og vikulega fundi frá því í september. Sig- urður Magnússon tók ekki þátt í störfum nefndarinnar. Með nefndinni starfaði Stef- anía Traustadóttir þjóðfélagsfræðinemni er vann ákveðna úttekt á fræðsluritum fyrir nefndina. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að láta útbúa námsvísi að stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins þannig að félagsdeildir og einstakling- ar gæm hafið sjálfstætt námsstarf á grund- velli þess rits. Hjalti Kristgeirsson aðstoðaði nefndina við að útbúa námsvísinn. Einstaka félagsdeildir hafa haft námshópa starfandi í stefnuskránni. I fyrstu ræddi nefndin, hvort æskilegt væri að miðstýra fræðslustarfi flokksins frá einni miðstöð. Það var samdóma niðurstaða nefnd- innar að fræðslumiðstöð ætti fyrst og fremst að vera þjónustuaðili er auðveldaði flokks- deildum að hefja fræðslustarf. Fræðsluefni bæri að tilreiða þannig að félagsmenn gætu sjálfstætt myndað námshópa eða félags- deildir kvatt til leshringahalds, en námsefnið sem frá fræðslumiðstöð kæmi væri þannig í stakk búið að auðvelt væri að nota það án leiðbeinenda. Að dómi nefndarinnar er til mikið fræðsluefni, ef félagar hafa vakandi á- huga á að auka þekkingu sína á þjóðfélags- málum, spurningin er fyrst og fremst sú, hvort pólitískur vilji sé fyrir hendi til að efla þetta fræðslustarf. Það fræðslustarf sem verið hefur bendir til að áhuginn sé ekki mjög mikill og félagsdeildir leggi ekki mikið upp úr öflugu fræðslustarfi. En það er skylda sósíalísks flokks við félaga sína að hafa til reiðu námsefni og miðla því til þeirra er á- huga hafa. Utgáfustarf Alþýðubandalgsins á þessu sviði hefur verið í algeru lágmarki og nefndin telur að stofnun fræðslumiðstöðvar ætti að geta stuðlað að vaxandi fræðslustarfi í flokknum. En til þess þarf flokkurinn að taka þá ákvörðun að verja vissum hluta tekna sinna til þessa starfs og fræðslumiðstöð verð- ur því aðeins áð gagni að til hennar sé ráðinn starfsmaður er sinni sérstaklega þessu verk- efni. Miðstjórn Alþýðubandalagsins kaus í des- ember eftirtalda félaga í stjórn Fræðslumið- stöðvarinnar: Hjalta Kristgeirsson, Stefaníu Trausta- dóttur, Orn Þorleifsson, Tryggva Þór Aðal- steinsson og Guðrúnu Bjarnadóttur. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.