Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 51

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 51
arnar eyðilögðu ávinninginn — en tryggja samt örugga þróun lífskjara almennings. Virðist hin nýja forusta leggja höfuðáherslu á eflingu framleiðslunnar. JAPAN I Japan fóru fram almennar þingkosning- ar 5. des. sl. Stjórnarflokkurinn „frjálslyndi lýðræðisflokkurinn”, (LDP) sem er aftur- haldssinnaður og bandarískur í afstöðu sinni, tapaði miklu fylgi (úr 46,8% í 41,7%), ekki síst vegna mútuþægni (Lockheed), en hékk þó í stjórn með nýjum formanni. Kommún- istaflokkur Japans, sem er mjög sjálfstæður og framsækinn flokkur, naut þó ekki vaxandi andstöðu gegn afturhaldinu, því öðrum stjórnarandstöðuflokkum tókst að uppskera ávöxtinn af óánægju almennings. Kommún- istar fengu rúmar 6 miljónir atkvæða eða 10,66%, en höfðu áður 10,88%, misstu hins- vegar allmikið af þingmönnum, sem unnist höfðu á naumum atkvæðamun síðast: hafa nú 19 þingsæti af 511, en áður 40 af 491. SPÁNN Santiago Carillo, leiðtogi spánska komm- únistaflokksins var nýlega handtekinn á Spáni. Hann hefur oft dvalist þar á laun undanfarin ár, — en hann er nú búinn að vera útlægur í 38 ár. Þegar hann var tekinn nú, hafði hann farið huldu höfði í 10 mán- uði. Er spanska stjórnin í vandræðum hvað gera skuli, því mótmæli jafnt borgaralegra afla sem verkalýðshreyfinga Vestur-Evrópu dynja nú yfir stjórnina. Standa öll fögur lof- orð hennar um lýðræði afhjúpuð sem blekk- ing ein meðan hún þorir ekki að leyfa starf- sem Kommúnistaflokksins. Hefur hún nú látið undan mótmælunum og sleppt Carillo úr haldi. CHILE Baráttan fyrir frelsi Luiz Corvalan, for- manns Kommúnistaflokks Chile, hefur harðnað um heim allan. Og fasistastjórn Chile hefur verið að reyna að hressa upp á harðstjórnarfés sitt með því að sleppa nokkrum pólitískum föngum. Hún þarf að „sla' miljónalán í auðvaldslöndunum og reynir með þessu að L'ðka til. Þannig sleppti hún 300 pólitískum föngum í nóvember og höfðu nokkrir þeirra setið í þrjú ár í dýfliss- um fasistanna án þess að koma fyrir rétt. Lét Pinochet þá þau boð út ganga að aðeins 18 væru eftir í fangelsi af pólitískum föngum. Er það hræsni ein og haugalygi. Helmut Frenz, lúterskur biskup, sem stjórnin vísaði úr landi vegna baráttu hans fyrir frelsi fanga, segir að yfir 3000 pólitískir fangar séu enn í dýflissunum: 700 þar af þegar dæmdir af herdómstólum, 450 ákærðir, en enn þá ekki dæmdir og 1800, sem leynilögreglan LINA hefur fyrir löngu handtekið, en ríkisstjórnin þykist ekkert vita um. (Sjá þýska ritið „Spiegel" 22. nóv. 1976). Krafan um frelsi Corvalan ( — um hann var grein í síðasta hefti „Réttar") hefur farið svo vaxandi víða um lönd, að þegar einn af forustumönnum Amnesty International stakk upp á því nýlega að höfð yrði skipti á hon- um og rússneska andófsmanninum Bukovsky, þá lét Chile-stjórn undan til að reyna að bæta álit sitt, — Sovétstjórnin notaði auðvitað tækifærið til að frelsa ágætan kommúnista- foringja úr helgreipum fasista. Minnast má þess að 1940 tókst sovétstjórninni að fá ung- verska kommúnistan Rakosi lausan í skiptum fyrir gamla ungverska herfána úr rússnesk- um söfnum, en Rakosi hafði þá setið 16 ár í fangelsi fasistanna, dæmdur í lífstíðar fang- elsi. Var tekið á móti Corvalan og konu hans 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.