Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 25
Draumurinn sem rættist Mál og menning hefur hafið útgáfu á úrvali úr ritum Kristins E. Andréssonar. Er nú fyrsta bindi komið út: Um íslenskar bókmenntir. Ritgerðir I. 282 bls. — Sigfús Daða- son hefur séð um útgáfuna og valið vel að vonum- Eru í þessu bindi ýmsar ritgerðir frá árunum 1926 til 1946. Þó er reynt að láta þær sem minnst rekast á bókmenntasögu Kristins: íslenskar nútímabókmenntir 1918—1948. Hér er um auðugan garð að gresja: hinar snjöllu skilgreiningar hans á skáldunum allt frá Jónasi Hallgrímssyni til Steins Steinars. Þarna er tvinnuð saman sú heita innlifun, sem einkenndi Kristinn í svo ríkum mæli, og marxistisk skarpskyggni í skilgreiningu þjóðfélagsaðstæðna og áhrifa þeirra, hvort sem um er að ræða Matthías Jochumsson, Þorstein Erlingsson, Guðmund á Sandi eða Einar Benediktsson. Og þarna er að finna mikið af þeim skrifum Kristins, er kynntu og skýrðu Halldór Laxness og aðra „rauða penna" fyrir þjóðinni — og sjálf reiknings- skilin við það afmrhald sem ætlaði þá að þagga niður í þeim og brjóta hreyfingu þeirra og verkalýðsins á bak aftur, greinin góða: „Grasgarður forheimskunarinnar". En framar öllu vakna þó við lestur þessa safns, einkum fyrstu innfjálgu ritgerðanna frá Hvítárbakka og Hafnarfirði (1923—27), spurningin: En hvað um Kristinn sjálfan, æskudraumana og vonirnar — og feril hins fullorðna manns? Látum oss hugleiða það. ★ Kristin Andrésson dreymdi ungan hvers við Islendingar þörfnuðumst: „Við þurfum að eignast snilling er hrist geti hversdagsfjötr- ana af þjóðinni, feykt burtu rykinu af sál- unum, hrifið oss lengra á leið." (I „Brot úr ræðu um snillinga," flutt 1927, bls. 17). Hann dreymdi stóra drauma fyrir Islands hönd. „Hvað sjáið þið því til fyrirstöðu að við getum eignast snilling á borð við Goethe?" (sama stað). Draumur hans um Islendinga sem „stórþjóð" á sviði andans er orsök ástar hans, innlifunar og skilnings á andlegu skyldmenni hans, Einari Benedikts- syni, uppreisnarskáldinu, sem gaf íslenskri alþýðu byltingarljóðið, en auðvaldið lagði síðan „fjötra á frelsisþrá 'og framsækni" hans. Og Kristin dreymdi um að verkalýðs- stéttin muni „brjóta fjötra þess valds, er hefti flug hans, og bera óskina, Einar Benedikts- son, frelsið, fram til sigurs." Svo mælti hann í erindi því, er hann átti að flytja í ríkis- útvarpinu 1934 um Einar Ben. sjötugan, en 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.