Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 31
þusund ára ríki yfirstétta á islandi." Þar er hið ágæta samsafn: „Neistar uppreisnar úr þúsund ára ríki alþýðukúgunar á Islandi," úrval úr kvæðum, sögum, annálum og öðru til að sýna stéttakúgunina og hvernig risið var gegn henni. Skáldin og gögnin frá öllum öldum Islandsbyggðar voru sjálf látin tala. Við Aðalbjörn Pétursson höfðum mest unnið að því að taka þetta saman og tókst það vel. Hins- vegar var sagnfræðin, sem til grundvallar lá, ekki eins góð. Við lögðum höfuðáhersluna á að sanna að yfirstéttardrottnunin hefði alltaf verið hér eins og annarsstaðar, sanna að hinar almennu stétta- kúgunarhugmyndir marxismans ættu og við hér. — Það var ekki fyrr en miklu seinna að mér varð Ijóst hið sérkennilega við þróun þjóðveldisins, skyld- leiki þess, einkum fyrstu tvær aldirnar, við ætta- samfélagið og tók þá að skilgreina það út frá sjón- armiði marxismans3), einmitt með sérkenni islensku mannfélagsþróunarinnar hér fyrir augum. Við höfðum ekki beðið nein núlifandi skáld um leyfi til að birta jafnvel heil kvæði þeirra, sem okkur fannst viðeigandi að setja í þetta vígreifa ádeilusafn. Því vænna þótti mér um, er ég upp- götvaði það síðar að eitt skáldið, sem við birtum allmikið eftir, Orn Arnarson, lét sér það vel lika að vera þarna með. Hann segir sem sé í bréfi til kunningja sins, dags. 8. jan. 1934: „Siðast en ekki sist má geta þess, að kommún- istar dubbuðu mig upp sem einn sinn stærri spá- mann og settu mig í alþingishátiðarútgáfu Réttar. Ég þykist vita að þér og öðrum íhaldssálum hafi verið það litið gleðiefni, en ég er kommum þakk- látur fyrir.'Þ SKÁLD TIL LIÐVEISLU En það var ekki aðeins að við „rændum" þannig skáldum til liðs við okkur í „Rétt" — og þau létu sér vel lika. Það komu og á þessum tima stór- skáldin af fúsum vilja hvert á fætur öðru, þau, sem áttu eftir að setja mark sitt á öldina, lita bókmenntir Islendinga rauðar um meir en aldarfjórðungs skeið: Halldór Laxness birtir fyrstu greinar sínar í Rétti 1930 og er ekki mildur i máli í garð kaupmanna- valds og prangara, er hræsna með kristni. Það eru: „Alþýðuverslanir," ræða, sem hann hélt i Verka- mannafélaginu Dagsbrún, og „Þeir koma til yðar í sauðarklæðum," grein er rituð var fyrir bæjar- stjórnarkosningar i Reykjavik og er harðvitug á- deila á það afturhald, sem „rekur mannhaturs pólitík sína" ,,i nafni Jesú Krists". Þessar greinar hafa aðeins birtst í Rétti, en tvær greinar, er hann reit i Rétt 1931 og 1933 munu hafa birst ann- arsstaðar siðar. Svo stórvirkur var Halldór siðar í Rétti að 1936—7 t.d. reit hann þar níu greinar. Halldór Stefánsson, snillingur smásagnanna, lét „Rétt" fá fjölda smásagna sinna, auðvitað alltaf endurgjaldslaust, og var sú fyrsta þeirra „Réttur" 1931, en siðar rak hver smásagan aðra, kvæði og greinar líka. Á Réttur honum mikið upp að unna. I árgöngunum 1936—7 voru það hvorki meira né minna en níu smásögur, sem hann gaf „Rétti". Jóhannes úr Kötlum birtir 1933 fyrsta kvæðið, sem „Réttur" fær frá honum. Það var hið volduga kvæði „Brúna höndin,“ ádeilan magnþrungna á nasismann, er áhrif hans tóku að gera vart við sig hér. En Jóhannes átti eftir að gera mikið fyrir Rétt síðar meir raunar allt til æviloka. Steinn Steinarr birtir og tvö af fyrstu kvæðum sínum í Rétti 1933: „Hin hljóðu tár“ og „Verka- maðurinn," — tvö kvæði, sem eiga upptök sín í kvöl og baráttu verkamanna 1932. Fyrsta Ijóðabók Steins kemur siðan út 1934: „Rauður loginn brann." „Rétt" munaði nú um að til liðs við hann og flokkinn var kominn Kristinn E. Andrésson, sem vann vel með mér að Rétti þessi ár, en fyrsta stærri grein hans var um Einar Benediktsson 1933, en stutta grein hafði Kristinn skrifað i „Rétt" árinu áður um Sovétrikin. I árgöngunum 1933—34 rekur svo hver greinin aðra frá honum. En þótt mestur fengur væri að þessum öllum, sem urðu stórmenni „Rauðra penna" siðar, þá skal það og munað að margir létu „Rétti" i té á þessum árim frumsamdar og þýddar sögur og kvæði. Á eitt skáld af mörgum slíkum skal minnst, því alltof lítið hefur heyrst til þess skálds síðan, svo vel sem af stað var farið, en það skáld var ung sveitastúlka, sem skrifaði vel gerða, róttæka smásögu „Sveitasæla" í „Rétt" 1935: Kristin Geirsdóttirr,) i Hringveri í Suður-Þingeyjarsýslu. ÁRÓÐURSSÓKN OG EINVÍGI Pólitisku ádeiluskrifin i „Rétti" magnast nú með hverju árinu sem liður og stundum eru vissar grein ar gefnar út sérprentaðar til dreifingar eins og t.d. hin harða ádeila é sveitaflutningana: „Vér ákærum þrælahaldið á Islandi 1932". Kommúnistaflokkurinn hafði sýnt það strax á 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.