Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 17
Hótanir aítur- haldsins og andsvar alþýðu Eftir hið skelegga og sögulega Alþýðu- sambandsþing 1976, er yfirstétt okkar lands í uppnámi. Hið þröngsýnasta og afturhalds- samasta í henni vill nú keyra áfram af fullum krafti með gömlu aðferðinni: vægðarlausa dýrtíð og gengislækkun, ef verkalýðurinn gerir alvöru úr því að knýja fram kröfur sínar, — aðrir vilja máske reyna bæði „sæta- brauðið" og „svipuna" til skiptis. „Morgunblaðið," málgagn afturhaldsins að vanda, leggur enga dul á andsvarið: I „leið- ara" blaðsins 5. desember segir: „Nauðsynlegt er, að launþegar og þjóðin öll geri sér grein fyrir því að verði sú leið valin i kjaramálum næsta vor að semja um miklar beinar kauphækkanir og fulla vísitölubindingu launa verður þar um að ræða verðbólgusamn- inga af þvi tagi, sem gerðir voru i febrúar 1974 en þeir kjarasamningar höfðu svo alvar- legar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar, að við erum ekki enn búnir að ná okkur eftir þá samningsgerð. Verði farið út á þessa braut á ný mun verðbólgan á næsta ári magnast." Þessir herrar, sem enn ráða ríkjum, segja með öðrum orðum við allar vinnandi stéttir þessa lands: Ef þið fáist ekki af fúsum vilja til að una við skort, þá skulum við neyða ykkur til þess með enn frekari gengislækkunum og dýrtíð. Við heimtum að fá að stela sparifé ykkar og þjóðarinnar allrar eins og hingað til, við heimtum að fá lán hjá ríkisbönkunum og hverskonar sjóðum eins og hingað til — og fá þau lán loks að engu gerð með sífelldum gengislækkunum. Við, sem sitjum í fínu skrifstofunum og skemmtum okkur í utan- landsferðum, við erum atvinnuvegirnir — og við eigum að njóta skattfrelsis í skjóli hvers- kyns frádráttar og afskrifta, — en þið, sem þrælið bara og púlið á sjó og landi, það þarf að kenna ykkur að láta af kröfuhörkunni turt hús og heimili og örugga afkomu. Ella stöðv- um við atvinnutækin „okkar" og þið skulið fá að kenna á atvinnuleysinu. Arið 1955 ætluðu þessir herrar að „brjóta verkalýðshreyfinguna á bak afmr í eitt skipti fyrir öll" — eins og eitt dagblað þeirra orð- aði það. Þá var það verkalýðurinn, sem braut þá á bak afmr í 6 vikna verkfalli Dagsbrúnar og fleiri reykvískra félaga svo ríkisstjórn þeirra, Framsóknar og Ihalds, gafst upp og hraktist frá völdum. Það er slíkt sem þarf að gerast nú. Það verður ekki nóg fyrir verkalýðssam- tökin að knýja fram sínar 100 þús. kr. lág- markslaun í næsta átaki. Til þess að hindra verðhækkanir og gengislækkanir sem svar verður hann að knýja fram verðstöðvun og fast gengi og ótal aðrar ráðstafanir sem jafn- gilda því að segja fyrir um hvernig landinu skuli stjórnað. Þeim hermm, er nú fara með stjórn þjóð- félagsins, er ekki trúandi fyrir málum þess. Þeir hafa þegar steypt þjóðinni í botnlausar skuldir, íþyngt svo greiðslubyrði hennar, að fimmmngur útflutningstekna fer í vexti og afborganir. Þessir herrar hafa þegar spillt svo lánsfjártrausti erlendis að þjóðin fær ekki 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.