Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 6
tafarlaust og láta nýjar þingkosningar fara fram. I ályktuninni er gerð skýr grein fyrir samhenginu milli lífskjara alþýðunnar og stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er verkalýðn- um fjandsamleg. Mjög harðar umræður urðu um tillögu þessa, en hún var samþykkt með 176 atkvæðum gegn 97 að viðhafðri handa- uppréttingu. Ekki fór síður í taugarnar á íhaldsmönnum tillagan um sjálfstæði þjóð- arinnar; úrsögn úr Nato og brottför hersins. Góður meirihluti þingfulltrúa, 202, sam- þykktu tillögu þessa. Þar með hefur Alþýðu- sambandið markað afdráttarlausa stefnu í einu viðkvæmasta pólitíska deilumáli á Is- landi um áraraðir. Sú stefna er öllum her- námsandstæðingum mikið fagnaðarefni og ómælanlegur styrkur í langvarandi barátm þeirra fyrir sömu markmiðum. En hvers vegna verða þessi umskipti á þessu þingi Alþýðusambandsins? Hvers vegna er lögð jafn rík áhersla á pólitískt inn- tak verkalýðsbaráttunnar og raun ber vitni? Meginástæðan er sú að við búum nú við rík- isvald auðstéttarinnar, sem í krafti styrkleika síns á Alþingi og áhrifavaldi á öllum þjóð- lífssviðum hefur þorað að gera ísland að lág- launalandi á stuttum valdaferli. Alþýða manna þarf í dag að berjast fyrir nauðþurft- um. Verkafólk býr auk þess við þvingaða vinnuþrælkun vegna þeirra sultartekna, sem menn verða að þola. Verkafólkið nýtur held- ur ekki sömu mannréttinda og aðrir. Á vinnustöðunum ólgar og bullar óánægjan með kjörin, aðbúnaðinn, misréttið og vinnu- þrælkunina. Undiraldan er raunar miklu þyngri en fram kom á þingi ASÍ. SAMBRÆÐSLUFYRIRKOMULAGINU HAFNAÐ Þessi óánægja launafólksins beinist auð- vitað að ríkisvaldi auðstéttarinnar. En hún hefur einnig bitnað á forystu verkalýðsfélaga og Alþýðusambandsins. Það sem fólki hefur fyrst og fremst verið þyrnir í augum er þjóð- stjórnarfyrirkomulagið svokallaða sem ríkt hefur árum saman um sambandsstjórn ASÍ. Þessu sambræðslufyrirkomulagi var nú hafn- að af þinginu. Það getur heldur engan veg- inn samrýmst hagsmunum verkalýðsstéttar- innar að kjósa til forystu í miðstjórn ASÍ alþingismenn atvinnurekendaflokksins og þá sem líta á hlutverk sitt í verkalýðshreyfing- unni sem senditíkur íhaldsins. íhaldsöflin, sem biðu málefnalegt skipbrot á þinginu, urðu einnig fyrir rækilegri rass- skellingu í kosningunni til miðstjórnar. Báðir þingmenn íhaldsins, sem sæti áttu í mið- stjórninni urðu þaðan að hverfa. Annar hreinlega þorði ekki að gefa kost á sér en hinn hlaut þungt fa.Il. A sama hátt styrktist verulega meirihluti vinstri manna í mið- stjórninni. Samstaða og styrkur róttæku aflanna á þinginu og framboðin gegn íhaldsmönnunum munu eflaust hafa veruleg áhrif á starfið í verkalýðsfélögunum næstu mánuðina. Miklar líkur eru á að framundan séu mun harðari átök innan verkalýðsfélaganna er verið hafa um langt skeið. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ FORYSTUAFL Það kom greinilega fram á þinginu, að á Alþýðubandalagið er litið sem afgerandi forystuafl vinstra fólksins í landinu. Á það verður að treysta í baráttunni gegn auðvald- inu og fyrir betra lífi verkalýðsstéttarinnar. Sú barátta þarf að fara fram, ekki aðeins á Alþingi, heldur líka þar sem íhaldsöflunum hefur orðið hvað mest ágengt á undanförn- um árum, í sjálfum verkalýðsfélögunum. Þeirri þróun verður ekki snúið við með því að sitja á kristilegum friðarstóli við sérstaka 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.