Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 6

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 6
tafarlaust og láta nýjar þingkosningar fara fram. I ályktuninni er gerð skýr grein fyrir samhenginu milli lífskjara alþýðunnar og stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er verkalýðn- um fjandsamleg. Mjög harðar umræður urðu um tillögu þessa, en hún var samþykkt með 176 atkvæðum gegn 97 að viðhafðri handa- uppréttingu. Ekki fór síður í taugarnar á íhaldsmönnum tillagan um sjálfstæði þjóð- arinnar; úrsögn úr Nato og brottför hersins. Góður meirihluti þingfulltrúa, 202, sam- þykktu tillögu þessa. Þar með hefur Alþýðu- sambandið markað afdráttarlausa stefnu í einu viðkvæmasta pólitíska deilumáli á Is- landi um áraraðir. Sú stefna er öllum her- námsandstæðingum mikið fagnaðarefni og ómælanlegur styrkur í langvarandi barátm þeirra fyrir sömu markmiðum. En hvers vegna verða þessi umskipti á þessu þingi Alþýðusambandsins? Hvers vegna er lögð jafn rík áhersla á pólitískt inn- tak verkalýðsbaráttunnar og raun ber vitni? Meginástæðan er sú að við búum nú við rík- isvald auðstéttarinnar, sem í krafti styrkleika síns á Alþingi og áhrifavaldi á öllum þjóð- lífssviðum hefur þorað að gera ísland að lág- launalandi á stuttum valdaferli. Alþýða manna þarf í dag að berjast fyrir nauðþurft- um. Verkafólk býr auk þess við þvingaða vinnuþrælkun vegna þeirra sultartekna, sem menn verða að þola. Verkafólkið nýtur held- ur ekki sömu mannréttinda og aðrir. Á vinnustöðunum ólgar og bullar óánægjan með kjörin, aðbúnaðinn, misréttið og vinnu- þrælkunina. Undiraldan er raunar miklu þyngri en fram kom á þingi ASÍ. SAMBRÆÐSLUFYRIRKOMULAGINU HAFNAÐ Þessi óánægja launafólksins beinist auð- vitað að ríkisvaldi auðstéttarinnar. En hún hefur einnig bitnað á forystu verkalýðsfélaga og Alþýðusambandsins. Það sem fólki hefur fyrst og fremst verið þyrnir í augum er þjóð- stjórnarfyrirkomulagið svokallaða sem ríkt hefur árum saman um sambandsstjórn ASÍ. Þessu sambræðslufyrirkomulagi var nú hafn- að af þinginu. Það getur heldur engan veg- inn samrýmst hagsmunum verkalýðsstéttar- innar að kjósa til forystu í miðstjórn ASÍ alþingismenn atvinnurekendaflokksins og þá sem líta á hlutverk sitt í verkalýðshreyfing- unni sem senditíkur íhaldsins. íhaldsöflin, sem biðu málefnalegt skipbrot á þinginu, urðu einnig fyrir rækilegri rass- skellingu í kosningunni til miðstjórnar. Báðir þingmenn íhaldsins, sem sæti áttu í mið- stjórninni urðu þaðan að hverfa. Annar hreinlega þorði ekki að gefa kost á sér en hinn hlaut þungt fa.Il. A sama hátt styrktist verulega meirihluti vinstri manna í mið- stjórninni. Samstaða og styrkur róttæku aflanna á þinginu og framboðin gegn íhaldsmönnunum munu eflaust hafa veruleg áhrif á starfið í verkalýðsfélögunum næstu mánuðina. Miklar líkur eru á að framundan séu mun harðari átök innan verkalýðsfélaganna er verið hafa um langt skeið. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ FORYSTUAFL Það kom greinilega fram á þinginu, að á Alþýðubandalagið er litið sem afgerandi forystuafl vinstra fólksins í landinu. Á það verður að treysta í baráttunni gegn auðvald- inu og fyrir betra lífi verkalýðsstéttarinnar. Sú barátta þarf að fara fram, ekki aðeins á Alþingi, heldur líka þar sem íhaldsöflunum hefur orðið hvað mest ágengt á undanförn- um árum, í sjálfum verkalýðsfélögunum. Þeirri þróun verður ekki snúið við með því að sitja á kristilegum friðarstóli við sérstaka 206

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.